Næstum 74 prósent vilja hafa völlinn í Vatnsmýrinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Það er yfirlýst markmið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari. Meirihluti fólks vill hafa hann áfram. Vísir/Ernir „Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
„Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira