Næstum 74 prósent vilja hafa völlinn í Vatnsmýrinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Það er yfirlýst markmið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari. Meirihluti fólks vill hafa hann áfram. Vísir/Ernir „Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
„Þessi skoðun þjóðarinnar á þessu mikilvæga máli kemur mér ekki á óvart. Ég hef alltaf haft sterka sannfæringu fyrir því að mikill meirihluti þjóðarinnar væri á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna félagsins Hjartað í Vatnsmýrinni. Þrír af hverjum fjórum sem afstöðu taka, eða 74 prósent, vilja að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þá vilja 13 prósent færa innanlandsflugvöllinn til Keflavíkur. Þrettán prósent vilja hafa hann annars staðar.Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsHlutfall þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni hefur lækkað svolítið, miðað við kannanir Fréttablaðsins. Í apríl 2013 var sömu spurningar spurt og þá sögðust 83 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Munurinn er vel umfram vikmörk sem eru 2,35 prósent. Í apríl 2013 vildu 11 prósent hafa innanlandsflugið í Keflavík og sex prósent annars staðar. Áform Reykjavíkurborgar um að færa flugvöllinn eru skýr. Í samkomulagi sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, undirrituðu árið 2013 var fallist á að fullkannaðir yrðu aðrir kostir til rekstrar innanlandsflugs en framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri. Fyrsti kosturinn fyrir nýjan flugvöll væri ávallt á höfuðborgarsvæðinu. Í samkomulaginu var líka ákveðið að nefnd skyldi kanna möguleg flugvallarstæði. Nefndin komst að því að vænlegasti kosturinn til að byggja flugvöll á höfuðborgarsvæðinu væri í Hvassahrauni. Nú þegar hefur norðaustur-suðvestur flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli, sem stundum er kölluð neyðarbraut, verið lokað. Það gerðist í fyrrasumar eftir að niðurstaða þess efnis fékkst í Hæstarétti. Þá er gert ráð fyrir í fyrrnefndu samkomulagi að norður-suðurbrautin verði á aðalskipulagi til ársins 2022. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs verði staðsett? Alls tóku 84 prósent afstöðu, 14 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira