Hugvísindi í hættu Ingvar Þór Björnsson skrifar 5. október 2017 09:39 Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings. Árangur Háskóla Íslands í þessu erfiða árferði er eftirtektarverður og alls ekki sjálfsagður. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans kemur niður á nemendum og kennurum en ekki síst samfélaginu. Ef ekki verður varið auknu fjármagni til háskólastigsins verður ómögulegt innan fárra ára að halda úti kennslu í mörgum þeirra tungumála sem nemendur geta stundað nám í nú við Háskólann, en slíkt yrði reiðarslag fyrir þjóð sem á allt sitt undir fjölbreyttum og nánum samskiptum við umheiminn. Námsgreinar sem heyra undir Mála- og menningardeild eru í sérstakri hættu vegna fárra nemenda í hverri námsgrein í þeirri deild. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru jafn lág og raun ber vitni eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef of fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það ósjaldan fellt niður. Finnska er ekki lengur kennd og ekki er hægt að stunda nám í norsku eins og er. Sænskan er í verulegri hættu og danskan á í erfiðleikum. Þetta stafar af því að hér áður fyrr var stórum hlutum kennslunnar haldið uppi af sendikennurum, sem kostaðir voru af sendilöndunum, en nú er sá háttur aflagður. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í með auknu fjárframlagi er ljóst að kennsla í Norðurlandamálunum við Háskóla Íslands gæti liðið undir lok. Sökum skorts á fjármagni er heldur ekki hægt að bjóða upp á nýjar námsleiðir sem mikil þörf er fyrir. Þar má til að mynda nefna kennslu í arabísku, Mið-Austurlandafræðum og íslenskri máltækni. Þá hefur nýliðun á ýmsum lykilsviðum íslenskrar menningar reynst erfið þar sem ekki er til fjármagn til að ráða í störf sem losna þegar kennarar fara á eftirlaun. Kennurum hefur fækkað verulega á undanförnum árum sem gerir skólanum erfitt fyrir að sinna mikilvægum sviðum í rannsóknum og kennslu. Rót vandans á Hugvísindasviði er því ekki aðeins undirfjármögnunin heldur líka stórgölluð fjárhagslíkön sem miða við aðstæður sem eru allt aðrar en hér á landi. Á þessu skólaári hófst kennsla í nýjustu byggingu Háskólans, Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Húsið er helgað kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu og undirstrikar því mikilvægi hugvísindanna. Fólk sem stundar rannsóknir á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Tungumálakunnátta greiðir veg fólks á starfsvettvangi í alþjóðlegu samhengi, eflir skilning á öðrum þjóðum og opnar okkur áður óþekktar víddir. Ef ekki verður brugðist við aðsteðjandi vanda er ljóst að gæði kennslu á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands gæti dregist verulega aftur úr í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings. Árangur Háskóla Íslands í þessu erfiða árferði er eftirtektarverður og alls ekki sjálfsagður. Að óbreyttu getur Háskóli Íslands ekki staðið undir hlutverki sínu. Langvarandi undirfjármögnun Háskólans kemur niður á nemendum og kennurum en ekki síst samfélaginu. Ef ekki verður varið auknu fjármagni til háskólastigsins verður ómögulegt innan fárra ára að halda úti kennslu í mörgum þeirra tungumála sem nemendur geta stundað nám í nú við Háskólann, en slíkt yrði reiðarslag fyrir þjóð sem á allt sitt undir fjölbreyttum og nánum samskiptum við umheiminn. Námsgreinar sem heyra undir Mála- og menningardeild eru í sérstakri hættu vegna fárra nemenda í hverri námsgrein í þeirri deild. Þar sem framlög með hverjum nemanda í hugvísindum eru jafn lág og raun ber vitni eru ákveðin viðmið um lágmarksfjölda nemenda í hverju námskeiði. Ef of fáir nemendur eru skráðir í námskeið er það ósjaldan fellt niður. Finnska er ekki lengur kennd og ekki er hægt að stunda nám í norsku eins og er. Sænskan er í verulegri hættu og danskan á í erfiðleikum. Þetta stafar af því að hér áður fyrr var stórum hlutum kennslunnar haldið uppi af sendikennurum, sem kostaðir voru af sendilöndunum, en nú er sá háttur aflagður. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í með auknu fjárframlagi er ljóst að kennsla í Norðurlandamálunum við Háskóla Íslands gæti liðið undir lok. Sökum skorts á fjármagni er heldur ekki hægt að bjóða upp á nýjar námsleiðir sem mikil þörf er fyrir. Þar má til að mynda nefna kennslu í arabísku, Mið-Austurlandafræðum og íslenskri máltækni. Þá hefur nýliðun á ýmsum lykilsviðum íslenskrar menningar reynst erfið þar sem ekki er til fjármagn til að ráða í störf sem losna þegar kennarar fara á eftirlaun. Kennurum hefur fækkað verulega á undanförnum árum sem gerir skólanum erfitt fyrir að sinna mikilvægum sviðum í rannsóknum og kennslu. Rót vandans á Hugvísindasviði er því ekki aðeins undirfjármögnunin heldur líka stórgölluð fjárhagslíkön sem miða við aðstæður sem eru allt aðrar en hér á landi. Á þessu skólaári hófst kennsla í nýjustu byggingu Háskólans, Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Húsið er helgað kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu og undirstrikar því mikilvægi hugvísindanna. Fólk sem stundar rannsóknir á sviði hugvísinda hefur það mikilvæga hlutverk að móta skilning okkar á hugtökum og atburðum sem varða samfélagið. Tungumálakunnátta greiðir veg fólks á starfsvettvangi í alþjóðlegu samhengi, eflir skilning á öðrum þjóðum og opnar okkur áður óþekktar víddir. Ef ekki verður brugðist við aðsteðjandi vanda er ljóst að gæði kennslu á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands gæti dregist verulega aftur úr í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun