Bann við verðtryggingu er galin hugmynd Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. október 2017 09:00 Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar