Landsliðsþjálfarar fordæma atburðarás sem þjálfari ÍR hrinti af stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2017 08:15 Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. Stelpurnar, Brynjar Karl og foreldrar þeirra mótmæltu því fyrir utan Ásgarð að þær mættu ekki taka þátt í minniboltamóti drengjaflokks. ÍR-ingar voru ósáttir með að KKÍ hafi hafnað beiðni þeirra um að stelpurnar mættu spila á móti strákum á sama aldri. „Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.“ Umræddar stúlkur í ÍR æfðu áður undir handleiðslu Brynjars Karls hjá Stjörnunni. Garðabæjarfélagið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þjálfunaraðferðir Brynjars Karls voru gagnrýndar harðlega. Hann var m.a. sakaður um að hafa hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum.Yfirlýsinguna frá nú- og fyrrverandi landsliðsþjálfurum Íslands í heild má finna hér að neðan:Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti KKÍ vilja undirritaðir körfuknattleiksþjálfarar koma eftirfarandi á framfæri.Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna. Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.Við fögnum því að körfuknattleiksdeild ÍR hafi nú stigið fram, eflt kvennadeild félagsins og byrjað aftur með meistaraflokk kvenna, eftir rúmlega 10 ára hlé. Breiðholtið er gott og fjölmennt hverfi og börn þar eiga rétt á að stunda körfuknattleik til jafns við aðrar íþróttir. Á sama tíma höfum við verulegar efasemdir um að þeirra fyrsta skref nú eigi að vera að gagnrýna og úthrópa það starf sem KKÍ og félög hafa unnið á síðustu árum og áratugum. Við hvetjum forsvarsmenn ÍR að taka þátt í umræðu með okkur og KKÍ um uppbyggingu körfuknattleiks og markmiði með þátttöku yngri iðkenda og afreksstarfi þeirra eldri.Við hörmum að svona sé komið og teljum skaðlegt að mál af þessum toga sé rakið í fjölmiðlum, öllum til ógagns, ekki síst þeim börnum sem eiga í hlut. Við hvetjum körfuknattleiksdeild ÍR til að beina málum í réttan farveg og draga til baka ummæli sem fallið hafa. Börn eiga rétt að fá að vera börn og standa fyrir utan harkalegar deilur einstaklinga við íþróttahreyfinguna. Við veltum fyrir okkur, fyrir hvern eru aðgerðir eða mótmæli á borð við atburði síðustu helgar? Hver hefur hag af slíkri uppákomu?Rétt er að benda á að oftsinnis í öllum íþróttagreinum hafa komið upp hópar, stúlkna jafnt sem drengja, sem hafa haft yfirburði, tímabundið eða til lengri tíma, yfir jafnaldra sína. Í öllum tilvikum hafa verið fundnar leiðir til að allir fái verkefni við hæfi, eftir getu, þroska (andlegum og líkamlegum) og áhuga. Sú leið sem körfuknattleiksdeild ÍR valdi er einfaldlega röng og er skaðleg fyrir leikinn og börnin að okkar mati.Við óskum ÍR góðs gengis í uppbyggingu á kvennakörfubolta í Breiðholtinu.Undirrituð hafa öll margra ára eða áratuga reynslu af körfuboltaþjálfun, hafa þjálfað stúlkur sem drengi, meistaraflokk beggja kynja og landslið Íslands. Allir þjálfarar eru sammála um mikilvægi jafnréttis kynjanna í íþróttum. Halda þurfi áfram þarf að vinna markvist að því að jafna hlut kynjanna í íþróttum. Við öll sem ritum nafn okkar hér hafa hlotið menntun og þjálfun til að kenna börnum og fullorðnum og leiðbeina þeim í körfuknattleik, auk þess sem sum hafa menntað sig í uppeldisfræðum.Virðingarfyllst,Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfararÁgúst S. BjörgvinssonÁrni Þór HilmarssonBenedikt GuðmundssonBylgja SverrisdóttirEinar Árni JóhannssonFinnur JónssonFinnur Freyr StefánssonFriðrik Ingi RúnarssonHelena SverrisdóttirHildur SigurðardóttirHjalti Þór VilhjálmssonIngi Þór SteinþórssonIngvar Þór GuðjónssonÍvar ÁsgrímssonKjartan Atli KjartanssonLárus JónssonMargrét SturlaugsdóttirSigurður IngimundarsonSnorri Örn ArnaldssonSverrir Þór SverrissonSævaldur Bjarnason Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. Stelpurnar, Brynjar Karl og foreldrar þeirra mótmæltu því fyrir utan Ásgarð að þær mættu ekki taka þátt í minniboltamóti drengjaflokks. ÍR-ingar voru ósáttir með að KKÍ hafi hafnað beiðni þeirra um að stelpurnar mættu spila á móti strákum á sama aldri. „Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.“ Umræddar stúlkur í ÍR æfðu áður undir handleiðslu Brynjars Karls hjá Stjörnunni. Garðabæjarfélagið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þjálfunaraðferðir Brynjars Karls voru gagnrýndar harðlega. Hann var m.a. sakaður um að hafa hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum.Yfirlýsinguna frá nú- og fyrrverandi landsliðsþjálfurum Íslands í heild má finna hér að neðan:Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti KKÍ vilja undirritaðir körfuknattleiksþjálfarar koma eftirfarandi á framfæri.Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna. Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.Við fögnum því að körfuknattleiksdeild ÍR hafi nú stigið fram, eflt kvennadeild félagsins og byrjað aftur með meistaraflokk kvenna, eftir rúmlega 10 ára hlé. Breiðholtið er gott og fjölmennt hverfi og börn þar eiga rétt á að stunda körfuknattleik til jafns við aðrar íþróttir. Á sama tíma höfum við verulegar efasemdir um að þeirra fyrsta skref nú eigi að vera að gagnrýna og úthrópa það starf sem KKÍ og félög hafa unnið á síðustu árum og áratugum. Við hvetjum forsvarsmenn ÍR að taka þátt í umræðu með okkur og KKÍ um uppbyggingu körfuknattleiks og markmiði með þátttöku yngri iðkenda og afreksstarfi þeirra eldri.Við hörmum að svona sé komið og teljum skaðlegt að mál af þessum toga sé rakið í fjölmiðlum, öllum til ógagns, ekki síst þeim börnum sem eiga í hlut. Við hvetjum körfuknattleiksdeild ÍR til að beina málum í réttan farveg og draga til baka ummæli sem fallið hafa. Börn eiga rétt að fá að vera börn og standa fyrir utan harkalegar deilur einstaklinga við íþróttahreyfinguna. Við veltum fyrir okkur, fyrir hvern eru aðgerðir eða mótmæli á borð við atburði síðustu helgar? Hver hefur hag af slíkri uppákomu?Rétt er að benda á að oftsinnis í öllum íþróttagreinum hafa komið upp hópar, stúlkna jafnt sem drengja, sem hafa haft yfirburði, tímabundið eða til lengri tíma, yfir jafnaldra sína. Í öllum tilvikum hafa verið fundnar leiðir til að allir fái verkefni við hæfi, eftir getu, þroska (andlegum og líkamlegum) og áhuga. Sú leið sem körfuknattleiksdeild ÍR valdi er einfaldlega röng og er skaðleg fyrir leikinn og börnin að okkar mati.Við óskum ÍR góðs gengis í uppbyggingu á kvennakörfubolta í Breiðholtinu.Undirrituð hafa öll margra ára eða áratuga reynslu af körfuboltaþjálfun, hafa þjálfað stúlkur sem drengi, meistaraflokk beggja kynja og landslið Íslands. Allir þjálfarar eru sammála um mikilvægi jafnréttis kynjanna í íþróttum. Halda þurfi áfram þarf að vinna markvist að því að jafna hlut kynjanna í íþróttum. Við öll sem ritum nafn okkar hér hafa hlotið menntun og þjálfun til að kenna börnum og fullorðnum og leiðbeina þeim í körfuknattleik, auk þess sem sum hafa menntað sig í uppeldisfræðum.Virðingarfyllst,Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfararÁgúst S. BjörgvinssonÁrni Þór HilmarssonBenedikt GuðmundssonBylgja SverrisdóttirEinar Árni JóhannssonFinnur JónssonFinnur Freyr StefánssonFriðrik Ingi RúnarssonHelena SverrisdóttirHildur SigurðardóttirHjalti Þór VilhjálmssonIngi Þór SteinþórssonIngvar Þór GuðjónssonÍvar ÁsgrímssonKjartan Atli KjartanssonLárus JónssonMargrét SturlaugsdóttirSigurður IngimundarsonSnorri Örn ArnaldssonSverrir Þór SverrissonSævaldur Bjarnason
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum