Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 10:44 Gísli Þorgeir Kristjánsson og strákarnir í FH þurfa að fara aftur til Rússlands. vísir/eyþór Eins og kom fram í morgun þarf FH að ferðast aftur til St. Pétursborgar til þess eins að framkvæma vítakastkeppni sem ekki var haldin í seinni leik FH og rússneska liðsins í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til framlengingar en eftir hana komst FH áfram með eins marks heildarsigri, 65-64. Finnski eftirlitsmaðurinn gerði aftur á móti stór mistök með því að senda ekki leikinn beint í vítakastkeppni. Dómur er fallinn í málinu og hefur verið ákveðið að úrslitin standa ekki heldur þurfa liðin að mætast í vítakastkeppni um hvort þeirra fer áfram í 3. umferðina.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Ég var bara að fá þessi tíðindi og maður er í hálfgerðu áfalli eins og gefur að skilja,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Vísi. Ásgeiri var augljóslega brugðið við þessi tíðindi en hann bjóst ekki við þessum úrskurði frá EHF. „Maður vildi ekki gefa sér neitt fyrir fram eftir að Rússarnir kærðu. Við skiluðum bara okkar áliti og svo bjóst maður við að það yrði dæmt eðlilega,“ segir Ásgeir, en er það huggun harmi gegn að EHF mun borga brúsann eftir þetta klúður? „Nei, það skiptir engu máli. Maður er bara í áfalli,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir FH-inga ætla að senda frá sér yfirlýsingu seinna í dag en þeir hafa til morguns til að áfrýja þessum úrskurði evrópska handknattleikssambandsins. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38 Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30 FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Eins og kom fram í morgun þarf FH að ferðast aftur til St. Pétursborgar til þess eins að framkvæma vítakastkeppni sem ekki var haldin í seinni leik FH og rússneska liðsins í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til framlengingar en eftir hana komst FH áfram með eins marks heildarsigri, 65-64. Finnski eftirlitsmaðurinn gerði aftur á móti stór mistök með því að senda ekki leikinn beint í vítakastkeppni. Dómur er fallinn í málinu og hefur verið ákveðið að úrslitin standa ekki heldur þurfa liðin að mætast í vítakastkeppni um hvort þeirra fer áfram í 3. umferðina.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Ég var bara að fá þessi tíðindi og maður er í hálfgerðu áfalli eins og gefur að skilja,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Vísi. Ásgeiri var augljóslega brugðið við þessi tíðindi en hann bjóst ekki við þessum úrskurði frá EHF. „Maður vildi ekki gefa sér neitt fyrir fram eftir að Rússarnir kærðu. Við skiluðum bara okkar áliti og svo bjóst maður við að það yrði dæmt eðlilega,“ segir Ásgeir, en er það huggun harmi gegn að EHF mun borga brúsann eftir þetta klúður? „Nei, það skiptir engu máli. Maður er bara í áfalli,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir FH-inga ætla að senda frá sér yfirlýsingu seinna í dag en þeir hafa til morguns til að áfrýja þessum úrskurði evrópska handknattleikssambandsins.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38 Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30 FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56 Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38
Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30
FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56