Segir lendingu Primera Air í Alicante hafa verið svakalega: „Ég hef aldrei lent í öðru eins“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 16:59 Mynd sem Sturla tók af viðbúnaðinum á Alicante-flugvelli fyrr í dag. Sturla Helgi Magnússon Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Rúmlega 200 Íslendingar bíða nú á Alicante-flugvelli á Spáni eftir því að komast heim til Íslands. Farþegarnir áttu bókað far með áætlunarflugi Primera Air í dag. Klukkan tvö fór farþegaþota flugfélagsins frá Alicante-velli en skömmu eftir flugtak var tilkynnt að viðvörunarljós hefði kviknað sem gæfi til kynna bilun í öðrum hreyfli þotunnar. Sturla Helgi Magnússon er einn af þessum farþegum en hann segist hafa orðið var við það þegar allur kraftur fór úr öðrum hreyflinum. Flugstjóri þotunnar hafi tilkynnt farþegum að snúa þyrfti við og lenda aftur á Alicante-flugvelli. Mikill viðbúnaður var á vellinum þar sem um svokallaða öryggislendingu var að ræða og biðu slökkviliðsmenn eftir þotunni.Viftur voru notaðar til að kæla bremsurnar eftir lendingu.Sturla Helgi Magnússon„Hún var svakaleg,“ segir Sturla um lendinguna. „Hún var ekki harkaleg en alveg ofboðslega hröð. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Það var eins og þeir gætu ekki notað mótorbremsur eða neitt.“ Slökkviliðsmennirnir voru með viftur til taks þegar þotunni hafði verið lent til að kæla niður bremsur hennar. Flugvélin lenti á Alicante-flugvelli klukkan 15.30 að staðartíma þar sem farþegarnir fengu afhenta inneign upp á 15 evrur, eða rúmlega 1.800 íslenskar krónur, sem þeir geta nýtt á flugstöðinni.Farþegar á Alicante-flugvelli.Sturla Helgi MagnússonPrimera Air hefur sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að ákveðið hefur verið að senda aðra farþegaþotu til Spánar til að sækja farþegana. Verður farþegunum ekið aftur til Alicante þar sem þeim verður boðin gistin á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi aftur til Keflavíkur klukkan 05:00 að staðartíma á morgun.Tilkynning Primera Air vegna málsins: Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Farþegar margir hverjir Íslendingar sem heyrðu háan smell skömmu áður en þotunni var snúið við. 17. október 2017 14:51