Einar Andri um kynslóðarskiptin í handboltalandsliðinu: Efniviðurinn er til staðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 20:00 Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Fjórir nýliðar voru valdir í tuttugu manna A-landsliðshóp karla í handbolta sem mætir Svíum í tveimur vináttulandsleikjum á móti Svíum hér heima í lok október. Það eru þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH, Egill Magnússon úr Stjörnunni og Elvar Örn Jónsson frá Selfossi. Guðjón Guðmundsson ræddi við Einar Andra Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um þessi kynslóðarskipti í íslenska karlalandsliðinu í handbolta. „Hópurinn sýnir það að þessi kynslóðarskipti, sem eru búin að vera í umræðunni í nokkur ár, eru að fara í gegn. Við erum komnir með tíu stráka sem eru fæddir 1995 og seinna. Það er því orðið hátt hlutfall af hópnum sem eru strákar sem tilheyra yngri kynslóðinni,“ sagði Einar Andri Einarsson. Leikirnir við Svía er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu í byrjun janúar. „Ég held að einhver hluti af þeim muni koma til með að taka þátt í Evrópumótinu. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir koma út í þessum landsleikjum við Svía. Þeir fá tækifæri til að sýna hverjir eiga heima þar. Ég bind vonir við að við fáum að sjá einhverja af þeim. Það væri spennandi en jafnframt erfitt,“ sagði Einar Andri. „Þetta er rosalegt stökk og það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þegar leikmenn eru að koma inn í þetta þá tekur það tíma. Menn þurfa tíma til að fóta sig og þurfa að fá að gera mistök. Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta gæti tekið einhvern tíma fyrir okkur,“ sagði Einar Andri. „Efniviðurinn er til staðar og ef að þessir strákar fá að sýna sig og sanna þá munum við með tímanum aftur komast á þann stað sem við viljum,“ sagði Einar Andri en það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2018 í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira