Grínaðist með að nauðga fallegum konum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2017 08:40 Jason Momoa er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Khal Drogo í Krúnuleikunum. Vísir/Getty Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans. MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Stórleikarinn Jason Momoa sætir nú gagnrýni fyrir að hafa grínast með að „nauðga fallegum konum“ í pallborðsumræðum. Í myndbandi frá Comic Con-teiknimyndahátíðinni árið 2011 má heyra Momoa lýsa hrifningu sinni á ævintýra- og vísindaskáldsögum, en hann hefur gert garðinn frægan fyrir leik í þáttunum Game of Thrones og kvikmyndum á borð við Justice League og Batman vs. Superman. „Það er svo margt sem þú getur gert. Eins og að rífa tunguna úr manneskju eða skera hana á háls og komast upp með það,“ sagði Momoa, þagnaði svo í smástund áður en hann bætti við „Nauðga fallegri konu, þú veist?“ Myndbandið má sjá hér að neðan en það hefur náð töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að því var hlaðið inn á Twitter á þriðjudag. tw: rapea horrific clip of jason momoa saying he loved working on #gameofthrones bc he "got to rape beautiful women." men are trash. pic.twitter.com/K2RBmsWEt6— elizabeth (@peeanofreek) October 12, 2017 Eftir ummælin má heyra hvernig þorri aðdáenda virðist hlæja meðan meðleikurum Momoa finnst þetta óþægilegt. Margir hafa gagrýnt ummæli leikarans á samfélagsmiðlum. „Það að allir hafi hlegið af brandara um nauðgun ER nauðgunarmenning. Hláturinn er ástæða þess að þolendur stíga ekki fram,“ sagði einn netverjinn til að mynda. Leikarinn hefur beðist afsökunar á ummælunum og segir reiðina í sinn garð vera réttmæta. „Ég er ennþá hjartanlega vonsvikinn með mig og ónærgætni mína. Ég veit að einlæg afsökunarbeiðni mín mun ekki láta þessi orð gufa upp. Allir geta orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða nauðgun og ég hef orðið vitni af afleiðingum þeirra af fyrstu hendi í gegnum þjáningu fjölskyldu og vina,“ sagði Momoa á Instagram-síðu sinni. Myndbandið kemur fram þegar fátt er um annað rætt en framferði kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem grunaður er um að hafa nauðgað hið minnsta fjórum konum og áreitt tugi annarra. Lögreglan í New York rannsakar nú mál hans.
MeToo Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent