Mennt er máttur Sonja Björg Jóhannsdóttir skrifar 12. október 2017 09:42 Menntun er gríðarlega mikilvæg og er eitt af grundvallar mannréttindum nútíma samfélags að mínu mati. Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. Menntun er og hefur alltaf verið mikilvæg í okkar samfélagi. Í Safnahúsinu á Hverfisgötu er að finna ástarbréf frá árinu 1892 þar sem maður skrifar til konu sinnar og hvetur hana til að fara í skóla. Hann segir „Menntunin er lífsins ljós og þeim menntaða eru fleiri vegir færir en þeim ómenntaða”. Þó það þætti fremur dramatískt að setja þetta fram á þann hátt að menntun sé lífsins ljós, þá á þetta ennþá við rúmum 100 árum seinna. Háskólinn í Reykjavík leggur mikið upp úr því að vera nútímavæddur háskóli, það felst meðal annars í því að hvetja nemendur til nýsköpunar. Nýsköpun er ekki ný af nálinni þó ekki séu allir vissir um hvað orðið feli í sér. Nýsköpun er að hugsa út fyrir kassann og nýta þekkingu á nýjan hátt. Sífelldar nýjungar verða til á sviðum atvinnulífs og samfélags og er mikilvægt að fylgja því eftir og skapa þannig tækifæri. Mikilvægt er að hafa sérfræðiþekkingu innan háskólanna til þess að kenna nýjum kynslóðum nemenda þá þekkingu og þannig miðla henni áfram. Ef sú þekking er ekki til staðar, dregst íslenskt samfélag aftur úr. Fjármagnsskortur háskólanna gerir það að verkum að ekki hefur verið hægt að fá nýja sérfræðiþekkingu inn í háskólanna á Íslandi. Ísland gæti verið mjög ofarlega á sviði menntunar vegna smæðar og er það kostur fyrir samfélagið að nemendur stundi nám á Íslandi. Undirfjármögnun háskólanna er búin að vara í langan tíma og veldur því að einhversstaðar þarf að skera niður. Með því að skera niður innan háskólanna minnka gæði náms sem veldur því að Ísland mun dragast aftur úr nágrannaþjóðum sínum. Önnur leið til að spara ríkisfjármuni og viðhalda gæðum háskólanna væri að fækka nemendum en með því að gera það er bæði verið að fækka tækifærum nemenda hér á landi og gera menntun að forréttindum sem ekki væru í boði fyrir alla. Báðir valmöguleikarnir eru skref aftur á bak í íslenskum menntamálum og ættum við þá langt í land með að vera á pari við aðra norræna háskóla. Við Íslendingar eigum það svolítið til að hugsa einungis um einn dag í einu og taka ákvarðanir eftir því en það er engu að síður mikilvægt að horfa til framtíðar og hugsa hvað best sé að gera til lengri tíma. Ef við skerum niður hjá háskólunum í dag, þá fáum við það margfalt í bakið eftir nokkur ár og þá verða vandamálin án efa orðin enn stærri en þau eru í dag. Ég skora á stjórnmálaflokkana að setja fjármögnun háskólanna í forgang og huga að framtíðinni, því við nemendur erum jú framtíðin.Greinin er hluti af átaki Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Menntun er gríðarlega mikilvæg og er eitt af grundvallar mannréttindum nútíma samfélags að mínu mati. Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. Menntun er og hefur alltaf verið mikilvæg í okkar samfélagi. Í Safnahúsinu á Hverfisgötu er að finna ástarbréf frá árinu 1892 þar sem maður skrifar til konu sinnar og hvetur hana til að fara í skóla. Hann segir „Menntunin er lífsins ljós og þeim menntaða eru fleiri vegir færir en þeim ómenntaða”. Þó það þætti fremur dramatískt að setja þetta fram á þann hátt að menntun sé lífsins ljós, þá á þetta ennþá við rúmum 100 árum seinna. Háskólinn í Reykjavík leggur mikið upp úr því að vera nútímavæddur háskóli, það felst meðal annars í því að hvetja nemendur til nýsköpunar. Nýsköpun er ekki ný af nálinni þó ekki séu allir vissir um hvað orðið feli í sér. Nýsköpun er að hugsa út fyrir kassann og nýta þekkingu á nýjan hátt. Sífelldar nýjungar verða til á sviðum atvinnulífs og samfélags og er mikilvægt að fylgja því eftir og skapa þannig tækifæri. Mikilvægt er að hafa sérfræðiþekkingu innan háskólanna til þess að kenna nýjum kynslóðum nemenda þá þekkingu og þannig miðla henni áfram. Ef sú þekking er ekki til staðar, dregst íslenskt samfélag aftur úr. Fjármagnsskortur háskólanna gerir það að verkum að ekki hefur verið hægt að fá nýja sérfræðiþekkingu inn í háskólanna á Íslandi. Ísland gæti verið mjög ofarlega á sviði menntunar vegna smæðar og er það kostur fyrir samfélagið að nemendur stundi nám á Íslandi. Undirfjármögnun háskólanna er búin að vara í langan tíma og veldur því að einhversstaðar þarf að skera niður. Með því að skera niður innan háskólanna minnka gæði náms sem veldur því að Ísland mun dragast aftur úr nágrannaþjóðum sínum. Önnur leið til að spara ríkisfjármuni og viðhalda gæðum háskólanna væri að fækka nemendum en með því að gera það er bæði verið að fækka tækifærum nemenda hér á landi og gera menntun að forréttindum sem ekki væru í boði fyrir alla. Báðir valmöguleikarnir eru skref aftur á bak í íslenskum menntamálum og ættum við þá langt í land með að vera á pari við aðra norræna háskóla. Við Íslendingar eigum það svolítið til að hugsa einungis um einn dag í einu og taka ákvarðanir eftir því en það er engu að síður mikilvægt að horfa til framtíðar og hugsa hvað best sé að gera til lengri tíma. Ef við skerum niður hjá háskólunum í dag, þá fáum við það margfalt í bakið eftir nokkur ár og þá verða vandamálin án efa orðin enn stærri en þau eru í dag. Ég skora á stjórnmálaflokkana að setja fjármögnun háskólanna í forgang og huga að framtíðinni, því við nemendur erum jú framtíðin.Greinin er hluti af átaki Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun