Geir: Þetta er ánægjulegur hausverkur Benedikt Grétarsson í Laugardalshöll skrifar 26. október 2017 21:47 Geir Sveinsson ræðir við sína menn í leikhlé. vísir/eyþór Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson var ánægður eftir 31-29 sigur Íslands gegn Svíþjóð. Íslenska liðið lék vel og mæta Svíum aftur á laugardaginn. „Maður er alltaf sáttur þegar maður vinnur og ég reyndar strax farinn að velta fyrir mér hvað mætti gera betur. Það er samt mikið af jákvæðum pnktum og við gátum rúllað liðinu eins og við ætluðum okkur að gera.“ Margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í leiknum og má þar nefna að Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. „Ég viðurkenni að þetta var pínu óvissa að taka þessa stráka inn á þessu stigi og sjá aðeins hvar þeir stæðu. Mig langaði samt að sjá þá og þeir litu þokkalega út á æfingu þar sem þeir lögðu sig mikið fram og æfðu vel. Þannig unnu menn sér það inn að fá tækifæri og það er í raun það sem ég sem þjálfari bið um, að menn leggi sig fram. Hvort að allt gangi svo upp, það er allt annað mál. Heilt yfir, þá svöruðu strákarnir kallinu vel.“ Strákarnir börðu vel á Svíum og stemmingin var góð í hópnum. Geir segir mikilvægt að taka alla leiki alvarlega, alveg sama hver andstæðingurinn er og hvort að um vináttuleik sé að ræða. „Við hömruðum á þessu alla vikuna, að þó að um vináttuleik sé að ræða, þá er þetta alvöru leikur sem við erum að spila hérna. Það er komið hérna flott lið sem hefur mjög góða leikmenn innanborðs. Þarna eru leikmenn sem eru að spila í sterkustu deild í heimi þannig að strákarnir eiga að nýta sér komu slíkra manna til að bæta sig.“ En er kallinn í brúnni ekkert að fá hausverk yfir komandi landsliðsvali, nú þegar breiddin era ð aukast? „Nei, ég sagði nú einhversstaðar að þetta væri bara ánægjulegur hausverkur. Það gleður mig að menn séu að svara kallinu og það er mjög mikilvægt að menn skynji það að sénsinn er til staðar og alls ekkert ómögulegt að komast inn í landsliðið. Ég hef sagt það áður að í svolítið langan tíma var verið að keyra mikið á sama mannskapnum í landsliðinu og kannski skiljanlega. Það var erfitt að skipta út mönnum því að þetta voru einfaldlega okkar bestu handboltamenn. Þetta gerði það að verkum að það var ansi erfitt að komast inn í liðið. Nú sjá menn að það er möguleiki að fá tækifærið og vonandi hvetur það menn áfram,“ sagði Geir að lokum
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni. 26. október 2017 22:15