Eflum menntun Adda María Jóhannsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Menntamál eru efnahagsmál. Þau eru grunnurinn að framtíðinni. Það er ámælisvert hversu fjársveltir skólarnir okkar hafa verið á undanförnum árum og það þarf að laga.Kennaraskortur í leik- og grunnskólum Við þekkjum öll stöðuna í leikskólunum okkar þar sem mikil vöntun er á fagmenntuðum leikskólakennurum. Öllum er ljóst að það sem þarf eru betri laun. Öðruvísi fáum við ekki fólk til að starfa á þessum gríðarlega mikilvæga vettvangi, líklega þeim mikilvægasta af öllum. Það er einnig áhyggjuefni hversu margir sem hafa aflað sér kennaramenntunar á grunnskólastigi kjósa að starfa við önnur störf en kennslu. Í grunnskólunum okkar er mikið álag á starfsfólki enda hefur starfið tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og mikilvægt að úrræðin séu í samræmi við það.Fjársveltir framhalds- og háskólar Framhaldsskólarnir okkar eru undirfjármagnaðir. Staðan þar er orðin grafalvarleg enda hefur verið skorið inn að beini. Sá sparnaður sem hlaust af styttingu framhaldsskólans hefur ekki skilað sér til skólanna eins og til stóð og eru þeir komnir að þolmörkum. Í raun hafa þeir verið við þau mörk um nokkurra ára skeið og ef ekki verður gripið til aðgerða mun það bitna á námi ungmenna í landinu. Sömu sögu má segja um háskólana okkar. Þar skortir sárlega fjármagn ekki síst til rannsókna. Við þurfum að hækka framlög til háskóla til að standast áfram samjöfnuð við alþjóðlega háskóla í kennslu og rannsóknarstarfi.Sókn í menntamálum Samfylkingin vill koma á fót samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga, skólafólks, nemenda, foreldra og aðila vinnumarkaðarins, sem hafi það hlutverk að móta tillögur að umbótum í menntamálum með það fyrir augum að að efla skólastarf og gera kennarastarfið að vel launuðum og eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Öflugt menntakerfi er fjárfesting í framtíðar hagvexti og forsenda nýsköpunar. Hættum að skera menntakerfið niður og byrjum að fjárfesta í því.Höfundur er framhaldsskólakennari, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun