Nú er lag að gera rétt Haraldur Ólafsson skrifar 25. október 2017 09:45 Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haraldur Ólafsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun