Konur – Ísland allt Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. október 2017 13:15 Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar