Þjóðarátak um bætt kjör kvennastétta Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2017 13:00 Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Konur eru að jafnaði með um 16% lægri laun en karlar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Okkur hefur lítið miðað í að draga úr þessum launamun á undanförnum árum þrátt fyrir mikla umræðu um þetta óréttlæti. Þetta er staðan, þrátt fyrir að konur séu að jafnaði með betri menntun en karlar, þrátt fyrir að konum hafi fjölgað verulega í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir jafnvægi hafi náðst í kynjahlutföllum á Alþingi og þrátt fyrir ótal marga aðra sigra í jafnréttismálum. Í dag eru 42 ár liðin frá kvennafrídeginum þar sem um 90% íslenskra kvenna lögðu niður vinnu til að meðal annars til að mótmæla kynbundnum launamun. Þann dag komu 25 þúsund konur saman í miðborginni til að mótmæla þessu óréttlæti. Verkfallið varð kveikjan að stóraukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum og stórstígum framförum í jafnréttismálum. Það er hins vegar óþolandi að nú 42 árum síðar sé launamunur kynjanna enn jafn mikill og raun ber vitni. Þrátt fyrir að við hælum okkur af frábærum árangri í jafnréttismálum á alþjóða vísu er Ísland með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópu. En hvernig getur staðið á því að þetta er staðan? Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Það er kerfisbundin skekkja í launum stórra stétta sem einkum eru skipaðar konum. Þetta eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar, heilbrigðisstarfsfólk og stórar stéttir aðrar sem einkum vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Kjör þessara kvennastétta leiða til þess að Ísland mælist með níunda mesta launamun kynjanna í Evrópa. Þessi staða hefur afleiðingar fyrir konur og fyrir okkur öll. Það er ekki hægt að tala um uppbyggingu innviða án þess að ræða um kjör kvennastétta. Þetta tvennt helst í hendur. Við sem samfélag þurfum að hafa kjark til að breyta þessu. Það sem til þarf er þjóðarsátt um bætt starfskjör kvennastétta. Verkalýðshreyfingin, Samtök atvinnulífsins og opinberir aðilar þurfa að skuldbinda sig til að fara með lausnamiðuðum hætti inn í þetta verkefni og hækka verulega laun þessara stétta. Ekkert réttlætir að byrjunarlaun leikskólakennara með 5 ára nám að baki sé rúmum 200 þúsund krónum undir meðallaunum í landinu.Höfundur er félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar