Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 20:44 Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, fór yfir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar í dag. Vísir/Ernir Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Óskar Einarsson, lungnalæknir, segir að honum hafi ekki verið kunnugt um að læknar Karolinska sjúkrahússins væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Hann heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á Landspítalann til eftirmeðferðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Óskari Einarssyni vegna skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands um plastbarkamálið svokallaða. Skýrsla nefndarinnar kom út í dag. Óskar annaðist meðferð og eftirlit með Erítreumanninum Andemariam Beyene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011. „Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH. Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum,” segir Óskar í yfirlýsingu sinni. Óskar segir einnig að hann hafi ekki komið að þeirri ákvörðun að leitað var til Karólínska sjúkrahússins um annað álit á meðferðarúrræðum fyrir Beyene. Beyene lést árið 2014 en meðferðin skilaði aldrei árangri.Engar forsendur til að efast um heilindi Macchiarini Óskar, ásamt Tómasi Guðbjartssyni, var titlaður sem meðhöfundur á grein ítalska læknisins Paolo Macchiarini um barkaígræðslur sem birtist í læknaritinu Lancet en hann segist harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur greinarinnar. Macchiarini beitti blekkingum um árangur plastbarkaígræðslunnar. „Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós,“ segir Óskar. Í byrjun árs 2017 óskaði Óskar eftir því að vera fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.Hefur aldrei hitt, né rætt við Macchiarini „Ég hef aldrei hit eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini, né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson,” segir Óskar. Hann segir að því loknu að nú muni hann gefa sér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra sig við yfirmenn sína á Landspítalanum um efni hennar.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30