Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 16:08 Dustin Hoffman, leikari. Anna Graham Hunter segir Hoffman hafa klipið sig og rætt við hana á óviðeigandi hátt um kynlíf en Hoffman var 48 ára gamall, 31 ári eldri en Hunter. vísir/getty Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. Stúlkan, sem í dag er fullorðin kona, segir frá reynslu sinni af því að starfa með Hoffman í Hollywood Reporter. Konan heitir Anna Graham Hunter og var starfsnemi á tökustað myndarinnar Death of a Salesman. Hunter segir Hoffman hafa klipið sig og rætt við hana á óviðeigandi hátt um kynlíf en Hoffman var 48 ára gamall, 31 ári eldri en Hunter. Segja má að Hoffman hafi á þessum tíma verið á hátindi frægðar sinnar. „Hann bað mig um að nudda á sér fæturnar á fyrsta degi í tökum. Ég gerði það. Hann daðraði mjög opinskátt, kleip mig í rassinn og talaði um kynlíf bæði við mig og fyrir framan mig. Einn daginn fór ég í búningsherbergið hans til að taka niður pöntun fyrir morgunmat. Hann leit á mig, glotti og sagði: „Ég ætla að fá harðsoðið egg og linsoðinn sníp.“ Fylgdarlið hans hló dátt en ég var orðlaus og fór. Síðan fór ég á klósettið og grét,“ skrifar Hunter. Hunter skrifaði ítarlega um hegðun Hoffman þær fimm vikur sem þau voru á setti í dagbók sem hún sendi systur sinni. Sló í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl „Í dag, þegar ég var að fylgja Dustin í limósínuna hans, snerti hann rassinn minn fjórum sinnum. Ég sló alltaf í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl,“ skrifaði Hunter. Hún segir að á tökustað hafi henni verið skipað að láta hegðun hans yfir sig ganga og „fórna“ gildum sínum fyrir framleiðslu myndarinnar. „Núna, 49 ára gömul, skil ég að hegðun Dustin Hoffman passar inn í ákveðið mynstur af því sem konur í Hollywood og alls staðar hafa verið að upplifa. Hann var rándýr, ég var barn, og þetta var kynferðisleg áreitni.“ Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. Stúlkan, sem í dag er fullorðin kona, segir frá reynslu sinni af því að starfa með Hoffman í Hollywood Reporter. Konan heitir Anna Graham Hunter og var starfsnemi á tökustað myndarinnar Death of a Salesman. Hunter segir Hoffman hafa klipið sig og rætt við hana á óviðeigandi hátt um kynlíf en Hoffman var 48 ára gamall, 31 ári eldri en Hunter. Segja má að Hoffman hafi á þessum tíma verið á hátindi frægðar sinnar. „Hann bað mig um að nudda á sér fæturnar á fyrsta degi í tökum. Ég gerði það. Hann daðraði mjög opinskátt, kleip mig í rassinn og talaði um kynlíf bæði við mig og fyrir framan mig. Einn daginn fór ég í búningsherbergið hans til að taka niður pöntun fyrir morgunmat. Hann leit á mig, glotti og sagði: „Ég ætla að fá harðsoðið egg og linsoðinn sníp.“ Fylgdarlið hans hló dátt en ég var orðlaus og fór. Síðan fór ég á klósettið og grét,“ skrifar Hunter. Hunter skrifaði ítarlega um hegðun Hoffman þær fimm vikur sem þau voru á setti í dagbók sem hún sendi systur sinni. Sló í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl „Í dag, þegar ég var að fylgja Dustin í limósínuna hans, snerti hann rassinn minn fjórum sinnum. Ég sló alltaf í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl,“ skrifaði Hunter. Hún segir að á tökustað hafi henni verið skipað að láta hegðun hans yfir sig ganga og „fórna“ gildum sínum fyrir framleiðslu myndarinnar. „Núna, 49 ára gömul, skil ég að hegðun Dustin Hoffman passar inn í ákveðið mynstur af því sem konur í Hollywood og alls staðar hafa verið að upplifa. Hann var rándýr, ég var barn, og þetta var kynferðisleg áreitni.“ Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02