Í fótspor annarra Þór Rögnvaldsson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu sem bar titilinn: ,,Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvaldur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíðrætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðubúinn til þess að skilja þetta vandamál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðubúinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu samhengi eru eftirfarandi: ,,En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru röksemdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Svisslendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef ,,Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Austur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rússlandi, 2) að aðfarir Rússa á Krímskaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef ,,Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – ,,Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður-Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það hefur löngum verið mér undrunarefni hvað sumir eiga erfitt með að setja sig í fótspor annarra – jafnvel mestu gáfumenn. Ég ætla að nefna dæmi um þetta. Þann 17. ágúst s.l. birtist grein eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu sem bar titilinn: ,,Rússahatur? Nei, öðru nær.“ Hér fjallar Þorvaldur m.a. um viðtöl sem Oliver Stone átti við Pútín Rússlandsforseta og í því samhengi verður honum tíðrætt um þau orð Pútíns að eftir fall Sovétríkjanna hefði sjöundi hver Rússi skyndilega átt heima utan Rússlands. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort Þorvaldur Gylfason sé reiðubúinn til þess að skilja þetta vandamál frá sjónarmiði Rússa – sé reiðubúinn til þess að setja sig í fótspor þeirra. Dæmi hver fyrir sig – því að orð prófessorsins í þessu samhengi eru eftirfarandi: ,,En hvað með það? Er það vandamál? Er það vandamál í augum Þjóðverja að sjöundi hver þýzkumælandi maður býr í Austurríki og Sviss?“ Mann setur hljóðan við að lesa þetta. Að viti Þorvalds Gylfasonar og skoðanabræðra hans eru Rússar slíkt annars flokks fólk að það tekur því ekki einu sinni að svara umkvörtunum þeirra af neinni alvöru. Enda eru röksemdir prófessorsins ekkert annað en þvaður og kjaftæði – af verstu tegund. Austurríkismenn og Svisslendingar eru ekki Þjóðverjar, hafa aldrei verið Þjóðverjar[1] og munu aldrei verða Þjóðverjar. Hins vegar eru íbúar Austur-Úkraínu og Krímskaga Rússar, hafa alla tíð verið Rússar og munu alla tíð vera Rússar. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). Vegna þess að ef ,,Við“ – þ.e. Vesturlandabúar – getum aldrei sett okkur í fótspor annarra þá skiljum við ekki 1) að ef íbúar Vestur-Úkraínu eiga rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga í ESB – þá eiga íbúar Austur-Úkraínu líka rétt á því að ráða örlögum sínum sjálfir og ganga ekki í ESB heldur sameinast Rússlandi, 2) að aðfarir Rússa á Krímskaga voru ekki landvinningastríð, heldur nauðsynleg ráðstöfun til þess að tryggja Rússum yfirráðin yfir Svartahafsflota sínum. Þetta vita ekki þeir sem vilja ekki vita. Og svo er það mál málanna: Hvað mundi gerast ef ,,Við“ settum okkur í spor Norður-Kóreumanna? Jú – ,,Við“ mundum þá gera okkur grein fyrir því að ráðamenn í Norður-Kóreu eru fyrst og síðast lafhræddir – eðlilega og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa komið sér upp kjarnorkuvopnum til þess að reyna að koma í veg fyrir að mesta herveldi allra tíma geri innrás í land þeirra. Þar af leiðir að það er í rauninni minnsta mál að lægja öldurnar á Kóreuskaga. Það eina sem til þarf er að bjóða Norður-Kóreumönnum frið; þ.e. að breyta vopnahléinu í friðarsamning – og, jú, svo líka hitt, að Bandaríkin og Suður-Kórea hætti vopnaskaki sínu við landmæri Norður-Kóreu. Þessu er hægt að koma í kring á einni viku. Vandamálið er að Bandaríkjamenn vilja ekki frið. En hvers vegna ekki? Hvers vegna vilja Bandaríkjamenn ekki frið á Kóreuskaganum? Jú – ástæðan er sú að þeir vilja ekki setjast að sáttaborði með „ómennunum“ í Norður-Kóreu. Mesta ógnin við friðinn stafar alltaf af því viðhorfi sem telur sig eiga einkarétt á mennskunni. Alvarlegasta ógnin við heimsfriðinn er þetta Rússahatur Vesturveldanna (BNA og ESB). [1] Ég undanskil árin 1938-45 sem Austurríkismenn vilja helst gleyma. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun