Meinsemdin dulið eignarhald Sigurður Magnason skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu. Ein forsenda trausts er að menn segi deili á sér. Þetta á við í viðskiptalífinu ekki síður en í daglegum samskiptum manna. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu ríkjasamstarfi Financial action task force um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl., en í því felst m.a. að upplýsa beri um endanlegt eignarhald lögaðila. En Ísland fær þá umsögn að þessi skuldbinding sé aðeins uppfyllt að hluta til (e. „partially compliant“).1,2 Átakanleg mynd af ástandi þessara mála hefur verið að birtast almenningi í fjölmiðlum, vegna gagnaleka um huldufélög í skattaskjólum. Þær upplýsingar gefa bæði tilefni og tækifæri til að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, með því að leita svara og upplýsa um eðli þessara mála og að styðja við frjálsa og gagnrýna umræðu um þau. Bankar munu hafa stofnað til fjölda eignarhaldsfélaga fyrir hönd viðskiptavina sinna á aflandssvæðum, þar sem enginn virðist hafa átt að geta vitað hver stæði á bak við þau. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal þeirra sem hafa borið að hafa fengið slíka þjónustu.3 Þar sem fjármálastofnanir eru háðar starfsleyfi stjórnvalda, þurfa að fara að íslenskum lögum og sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ætti stjórnvöldum að vera í lófa lagið að koma þessum málum í lag. Leita ætti eftir samstarfi um það við greinina, enda mjög í hennar eigin þágu að byggja upp traust almennings til fjármálafyrirtækja. Þá virðist dulið eignarhald vera mikil lenska í viðskiptalífinu. Ákvæði ýmissa laga sem gilda um viðskiptalífið virðast haldlítil á meðan hægt er að dylja eignarhald; s.s. ákvæði skattalaga, samkeppnislaga og laga gegn hringamyndun eða innherjaviðskiptum. Svo virðist sem berja þurfi í einhverja bresti í lagaumhverfinu, s.s. í lögum um eignarhaldsfélög. Með því að fullt gagnsæi ríkti um eignarhald yrðu aðilar markaðarins jafnir fyrir slíkum lögum í reynd. Opinberir aðilar munu jafnvel hafa stofnað og átt í viðskiptum við huldufélög á aflandssvæðum. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að setja sjálfum sér og þeim stofnunum sem undir þau heyra þá reglu að eiga ekki í slíkum viðskiptum. Loks hefur sumu venjulegu fólki sem á peninga verið talin trú um að réttmæt eign þess sé best geymd og varin í skattaskjóli. Jafnvel þó svo að þeir peningar verði þá lagalega séð ekki í eigu viðkomandi, heldur umrædds félags.4 (–„Peningarnir eiga sig sjálfir“). Nokkuð virðist vera um slíka tilhögun hér á landi.Farvegur fyrir spillingu Í fræðilegri úttekt Cooley og Sharman er því lýst hvernig dulið eignarhald er ásamt fleiru farvegur fyrir spillingu og peningaþvætti víða um heim. Einnig hvernig aðilar í bankastarfsemi, endurskoðun, fasteignasölu o.fl. löglegum og virtum greinum hjálpa viðskiptavinum sínum að dyljast og skaffa lagalega staðgengla í þeirra stað, í því skyni að veita þeim skjól frá eftirlits- og löggæslustofnunum. Viðmælendur höfundanna við eftirlits- og löggæslustofnanir voru flestir á því að sýndarfyrirtæki (e. shell companies) með duldu eignarhaldi væru stærsta hindrunin í viðureign þeirra við alþjóðleg efnahagsbrot.2 Samtökin Global witness hafa um margt verið brautryðjendur í að opna umræðuna um dulið eignarhald og andæfa því,5 en fleiri hafa lagt þeirri baráttu lið. Skilningur hefur vaxið og vitund aukist um hvað við er að eiga. Og mikilvæg skref hafa verið stigin til að stemma stigu við duldu eignarhaldi, bæði í löggjöf einstakra ríkja og í alþjóðasamstarfi. Það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi og næstu ríkisstjórn að hafa forystu um að koma þessum málum í lag. Hvernig væri að grunnur yrði lagður að því í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, að losa samfélag okkar undan þeirri meinsemd sem dulið eignarhald er?Höfundur er læknir.Heimildir 1) Heimasíða The Financial Action Task Force (FATF) 2) Alexander Cooley, Jason C. Sharman: Transnational Corruption and the Globalized Individual Perspectives on Politics (gefið út af APSA, Americal Political Science Assocition) Volume 15, Issue 3 September 2017 , pp. 732-753 Published online: 18 August 2017 3) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Málalok. Vísir 2.10.2017 4) The Perfect Offshore Asset Protecion Plan Structure - Belize Trust, LLC w/ Offshore Bank Account 5) Charmian Gooch: My wish: to launch a new era of openness in business Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal verkefna nýs Alþingis og næstu ríkisstjórnar verður að byggja upp traust í samfélaginu. Ein forsenda trausts er að menn segi deili á sér. Þetta á við í viðskiptalífinu ekki síður en í daglegum samskiptum manna. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegu ríkjasamstarfi Financial action task force um aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl., en í því felst m.a. að upplýsa beri um endanlegt eignarhald lögaðila. En Ísland fær þá umsögn að þessi skuldbinding sé aðeins uppfyllt að hluta til (e. „partially compliant“).1,2 Átakanleg mynd af ástandi þessara mála hefur verið að birtast almenningi í fjölmiðlum, vegna gagnaleka um huldufélög í skattaskjólum. Þær upplýsingar gefa bæði tilefni og tækifæri til að færa þessi mál til betri vegar. Fjölmiðlar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, með því að leita svara og upplýsa um eðli þessara mála og að styðja við frjálsa og gagnrýna umræðu um þau. Bankar munu hafa stofnað til fjölda eignarhaldsfélaga fyrir hönd viðskiptavina sinna á aflandssvæðum, þar sem enginn virðist hafa átt að geta vitað hver stæði á bak við þau. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru meðal þeirra sem hafa borið að hafa fengið slíka þjónustu.3 Þar sem fjármálastofnanir eru háðar starfsleyfi stjórnvalda, þurfa að fara að íslenskum lögum og sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins, ætti stjórnvöldum að vera í lófa lagið að koma þessum málum í lag. Leita ætti eftir samstarfi um það við greinina, enda mjög í hennar eigin þágu að byggja upp traust almennings til fjármálafyrirtækja. Þá virðist dulið eignarhald vera mikil lenska í viðskiptalífinu. Ákvæði ýmissa laga sem gilda um viðskiptalífið virðast haldlítil á meðan hægt er að dylja eignarhald; s.s. ákvæði skattalaga, samkeppnislaga og laga gegn hringamyndun eða innherjaviðskiptum. Svo virðist sem berja þurfi í einhverja bresti í lagaumhverfinu, s.s. í lögum um eignarhaldsfélög. Með því að fullt gagnsæi ríkti um eignarhald yrðu aðilar markaðarins jafnir fyrir slíkum lögum í reynd. Opinberir aðilar munu jafnvel hafa stofnað og átt í viðskiptum við huldufélög á aflandssvæðum. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir stjórnvöld að setja sjálfum sér og þeim stofnunum sem undir þau heyra þá reglu að eiga ekki í slíkum viðskiptum. Loks hefur sumu venjulegu fólki sem á peninga verið talin trú um að réttmæt eign þess sé best geymd og varin í skattaskjóli. Jafnvel þó svo að þeir peningar verði þá lagalega séð ekki í eigu viðkomandi, heldur umrædds félags.4 (–„Peningarnir eiga sig sjálfir“). Nokkuð virðist vera um slíka tilhögun hér á landi.Farvegur fyrir spillingu Í fræðilegri úttekt Cooley og Sharman er því lýst hvernig dulið eignarhald er ásamt fleiru farvegur fyrir spillingu og peningaþvætti víða um heim. Einnig hvernig aðilar í bankastarfsemi, endurskoðun, fasteignasölu o.fl. löglegum og virtum greinum hjálpa viðskiptavinum sínum að dyljast og skaffa lagalega staðgengla í þeirra stað, í því skyni að veita þeim skjól frá eftirlits- og löggæslustofnunum. Viðmælendur höfundanna við eftirlits- og löggæslustofnanir voru flestir á því að sýndarfyrirtæki (e. shell companies) með duldu eignarhaldi væru stærsta hindrunin í viðureign þeirra við alþjóðleg efnahagsbrot.2 Samtökin Global witness hafa um margt verið brautryðjendur í að opna umræðuna um dulið eignarhald og andæfa því,5 en fleiri hafa lagt þeirri baráttu lið. Skilningur hefur vaxið og vitund aukist um hvað við er að eiga. Og mikilvæg skref hafa verið stigin til að stemma stigu við duldu eignarhaldi, bæði í löggjöf einstakra ríkja og í alþjóðasamstarfi. Það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi og næstu ríkisstjórn að hafa forystu um að koma þessum málum í lag. Hvernig væri að grunnur yrði lagður að því í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar, að losa samfélag okkar undan þeirri meinsemd sem dulið eignarhald er?Höfundur er læknir.Heimildir 1) Heimasíða The Financial Action Task Force (FATF) 2) Alexander Cooley, Jason C. Sharman: Transnational Corruption and the Globalized Individual Perspectives on Politics (gefið út af APSA, Americal Political Science Assocition) Volume 15, Issue 3 September 2017 , pp. 732-753 Published online: 18 August 2017 3) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Málalok. Vísir 2.10.2017 4) The Perfect Offshore Asset Protecion Plan Structure - Belize Trust, LLC w/ Offshore Bank Account 5) Charmian Gooch: My wish: to launch a new era of openness in business
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun