Tvístígandi Seðlabanki Skúli Hrafn Harðarson og Stefán Helgi Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun