Algjört úrræðaleysi fyrir börn í vanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 19:45 Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan. Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira