Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadótir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Sjá meira
Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun