Vonast til að Alþingi geti komið saman í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:49 Frá upphafi fundarins sem hófst í hádeginu. vísir/ernir Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag. Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi hittust á fundi í þinghúsinu klukkan 12. Þar verður farið yfir þau störf þingsins sem fram undan eru en eins og komið hefur fram mun ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka við í lok vikunnar, að því gefnu að flokksstofnanir flokkanna þriggja samþykki stjórnarsáttmálann. Það sem liggur fyrir þinginu þegar það kemur saman eru fjárlög næsta árs og fjáraukalög þessa árs en ekki er ákveðið hvenær þing kemur saman. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir fund formannanna að hún vonaðist til að þing gæti komið saman í næstu viku. Málefnasamningur VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er nánast tilbúinn og munu flokksstofnanir koma saman á miðvikudag þar sem samningurinn verður ræddur og borinn undir atkvæði. Þingflokkar þessara þriggja flokka koma hins vegar saman í dag upp úr klukkan 13 þar sem inntak málefnasamningsins verður að öllum líkindum til umræðu. Ekki er búið að ákveða skiptingu ráðuneyta í stjórnarmyndunarviðræðunum og þá liggur ekki fyrir hver verður forseti Alþingis. Hins vegar er ólíklegt að ráðuneytum verði fjölgað. Það eina sem gefið hefur verið upp varðandi það hverjir munu setjast í ráðherrastólana er að við upphaf viðræðnanna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að lagt væri upp með að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra.Uppfært klukkan 13:06: Fundi formannanna átta er nú lokið en engin niðurstaða varðandi þingstörfin fékkst á honum. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu formennirnir aftur hittast á fundi klukkan 15 í dag.
Alþingi Tengdar fréttir „Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50 Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
„Við erum við bryggjuna“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. 27. nóvember 2017 09:57
Formennirnir funda í stjórnarráðinu Málefnasamningur flokkanna er nánast tilbúinn. 27. nóvember 2017 10:50
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00