„Stjarfur af hræðslu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 18:58 „Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi. Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
„Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi.
Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41