„Næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 21:02 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 18 á morgun. Eins og sjá má er því spáð að mjög hvasst verði víða um land. Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi valda því að „næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.“ Svo segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar en appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé 17 til 22 metrum á sekúndu og verður skyggni lélegt, jafnvel minna en 100 metrar. Þá verði sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýrdal og geta hviður farið upp í 40 metra á sekúndu og frá Lómagnúpi og austur að Höfn allt upp í 45 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ganga í bylgjum en það verði í raun mjög hvasst nánast um allt land. Þannig muni til að mynda hvessa hraustlega á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Versta veðrið verður hins vegar á Norðurlandi. „Það verður einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgun, mikil úrkoma og mikið hvassviðri. Það mun draga eitthvað úr úrkomunni á norðvesturhorninu en á Tröllaskaga og þar austur úr dregur ekki úr henni fyrr en seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardag. Það er ekki fyrr en á laugardagsmorgun sem við förum að sjá breytingar í veðrinu,“ segir Óli. Þá verður hvasst og úrkoma á köflum á Vestfjörðum á morgun en annað kvöld ætti versta veðrið þar að vera gengið yfir. Vegna þessa óveðurs áætlar Vegagerðin að loka þurfi vegum víða um land en hér fyrir neðan má lesa nánar um áætlun um lokanir vega vegna veðurs:Suðausturland: Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn.Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.Færð og aðstæður á vegum:Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Frekar hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kleifarheiði. Ófært er um Klettsháls. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði en hálka eða snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum. Á Austurlandi er stórhríð og þungfært á Fjarðarheiði og mjög hvasst milli Neskaupstaðs og gangna.Víða er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur.Hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Óveður er í Öræfum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands: Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgun, en annars úrkomulaust að kalla. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðan 15-25 m/s, hvassast austanlands og mjög hviðótt SA-lands. Snjókoma eða éljagangur víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands og úrkomulaust að kalla. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag: Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum austast, en lægir síðan og rofar til. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Harðnandi frost. Á sunnudag: Skammvinn austanátt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Veður Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi valda því að „næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land.“ Svo segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar en appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Suðausturlandi. Á vef Vegagerðarinnar segir að spáð sé 17 til 22 metrum á sekúndu og verður skyggni lélegt, jafnvel minna en 100 metrar. Þá verði sviptivindar viðvarandi undir Eyjafjöllum og Mýrdal og geta hviður farið upp í 40 metra á sekúndu og frá Lómagnúpi og austur að Höfn allt upp í 45 metra á sekúndu. Óli Þór Árnason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið muni ganga í bylgjum en það verði í raun mjög hvasst nánast um allt land. Þannig muni til að mynda hvessa hraustlega á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Versta veðrið verður hins vegar á Norðurlandi. „Það verður einfaldlega blindbylur um allt norðanvert landið á morgun, mikil úrkoma og mikið hvassviðri. Það mun draga eitthvað úr úrkomunni á norðvesturhorninu en á Tröllaskaga og þar austur úr dregur ekki úr henni fyrr en seint á föstudagskvöld eða jafnvel á laugardag. Það er ekki fyrr en á laugardagsmorgun sem við förum að sjá breytingar í veðrinu,“ segir Óli. Þá verður hvasst og úrkoma á köflum á Vestfjörðum á morgun en annað kvöld ætti versta veðrið þar að vera gengið yfir. Vegna þessa óveðurs áætlar Vegagerðin að loka þurfi vegum víða um land en hér fyrir neðan má lesa nánar um áætlun um lokanir vega vegna veðurs:Suðausturland: Líkur eru á því að ekki verði unnt að opna fyrir umferð um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en hugsanlega um miðjan dag á morgun, fimmtudag. Í fyrramálið er jafnframt reiknað með því að lokunarsvæði muni ná allt austur að Höfn.Suðurland: Búist er við því að grípa verði til lokana á Hringvegi frá Markarfljóti að Vík frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.Vestfirðir, Norðurland og Austurland: Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru nú lokuð, ekki eru líkur á því að unnt verði að opna næsta sólarhringinn. Enn fremur er búist er við víðtækum lokunum vega á norður- og austurlandi strax í fyrramálið og síðdegis á fimmtudag einnig á Vestfjörðum. Vísbendingar eru um að ekki verði unnt að hefja hreinsun heiðarvega og langleiða á norður og austurlandi fyrr en á laugardagsmorgun, en líklega fyrr á Vestfjörðum. Áætlun verður uppfærð eftir því sem veðri og spám vindur fram.Færð og aðstæður á vegum:Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang á vegum. Frekar hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kleifarheiði. Ófært er um Klettsháls. Flughálka og éljagangur er á Innstrandavegi.Á Norðurlandi er þæfingsfærð á Öxnadalsheiði en hálka eða snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum. Á Austurlandi er stórhríð og þungfært á Fjarðarheiði og mjög hvasst milli Neskaupstaðs og gangna.Víða er snjóþekja eða hálka á vegum og skafrenningur eða éljagangur.Hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Óveður er í Öræfum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands: Norðaustan og norðan 15-23 m/s, hvassast SA-lands, en norðan 18-23 á morgun. Hvessir talsvert um tíma á SA-landi í nótt. Snjókoma eða éljagangur N- og A-lands og bætir verulega í ofankomu N-lands á morgun, en annars úrkomulaust að kalla. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðan 15-25 m/s, hvassast austanlands og mjög hviðótt SA-lands. Snjókoma eða éljagangur víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands og úrkomulaust að kalla. Frost 0 til 5 stig. Á laugardag: Norðvestan 13-20 m/s og él NA-lands fram eftir degi, hvassast á annesjum austast, en lægir síðan og rofar til. Mun hægari norðanátt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Harðnandi frost. Á sunnudag: Skammvinn austanátt, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Veður Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira