Handbolti

Sjáðu fallegustu íþróttastund ársins þar sem að Gummi Pönk þrumar boltanum í netið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gummi Pönk fagnar með félögunum.
Gummi Pönk fagnar með félögunum. mynd/skjáskot
Íþróttirnar geta stundum verið fallegar og alið af sér fallegar stundir og ein slík átti sér stað í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem að ÍBV 2 tók á móti Olís-deildarliði Aftureldingar í 16 liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta.

Þegar að rúmar 90 sekúndur voru eftir af leiknum settu Eyjamenn leynivopnið sitt inn á, Guðmund Ásgeir Grétarsson, oftast kallaður Gummi Pönk. Guðmundur er tvítugur og fæddist með Downs-heilkennið.

Það tók Gumma Pönk ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn. Hann skoraði úr sínu fyrsta skoti framhjá Eyjamanninum Kolbeini Arnarssyni í marki Aftureldingar. Glæsilegt mark.

Hann minnkaði muninn í 16 mörk, 38-22, og er spurning hvort Eyjamenn hefðu ekki átt að setja Guðmund mun fyrr inn á.

Þessa skemmtilegu stund úr Eyjum í gær má sjá með því að smella hér Gummi Pönk kemur inn á þegar 1:31:28 eru búnar af upptökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×