Eiríkur Bergmann: Fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2017 11:22 Eiríkur Bergmann segir stöðu Angelu Merkel Þýskalandskanslara vera umtalsvert þrengri en í gær. Hún hafi þó nokkra leiki í stöðunni. „Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
„Staða Angelu Merkel er töluvert þrengri í dag en hún var í gær. Hún hefur samt nokkra leiki í stöðunni,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna sem upp er komin í þýskum stjórnmálum eftir að Frjálslyndi flokkurinn (FDP) ákvað að slíta viðræðum við Kristilega demókrata (CDU, CSU) og Græningja í gærkvöldi. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi þann 24. september síðastliðinn og var talið að eina raunhæfa ríkisstjórn sem hægt væri að mynda að kosningum loknum væri ríkisstjórn umræddra flokka. Eiríkur segir boltann enn vera hjá Angelu Merkel, kanslara og leiðtoga CDU, og að hún hafi nokkra möguleika í stöðunni. „Hún gæti myndað minnihlutastjórn með stuðningi Græningja og mögulega fljótandi stuðningi Sósíaldemókrata (SDP). Það er alveg til í dæminu. Ekki er hefð fyrir minnihlutastjórnum í Þýskalandi en talað er um að þetta gæti gengið svona þar sem þetta er í raun fordæmalaus staða sem upp er komin. Ekkert af hefðbundnu stjórnarmynstrunum gengur upp og Sósíaldemókratar tala um að þessi „Große Koalition“ [samsteypustjórn stærstu flokkanna, CDU/CSU og SDP] hafi verið hafnað í kosningunum.“Gæti verið stöðutaka Eiríkur segir að Merkel hafi einnig þann möguleika að boða til nýrra kosninga. „Hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvernig [Frank-Walter] Steinmeier forseti muni beita sér í þessu. Hann gæti falið Merkel að mynda minnihlutastjórn.“ Eiríkur segir að staða kanslarans sé nú augljóslega miklu þrengri en hún var. Sambandið við Græningja virðist þó enn vera í lagi og Frjálslyndi flokkurinn sé klassískur samstarfsflokkur hennar og Kristilegra demókrata. „Átökin í þessum stjórnarmyndunarviðræðum hafa fyrst og fremst verið á milli Frjálslynda flokksins og Græningja. Síðan er auðvitað möguleiki að flokkarnir taki upp viðræður á ný. Setjist aftur niður. Frjálslyndi flokkurinn fer svolítið snögglega frá borði að því er virðist þannig að það gæti verið að þessi slit séu einfaldlega einhver stöðutaka.“Deilt um loftslagsmál og málefni hælisleitenda Viðræður flokkanna hafa staðið í margar vikur og hefur helst verið deilt um loftslagsmál og málefni hælisletenda. „Græningjar vilja opnari faðm heldur en hinir og hafa verið frekar harðir í að halda Þýskalandi opnu. Svo hefur einnig verið deilt um loftslagsmálin þar sem Græningjar eru mjög harðir í afstöðu sinni. Þar skilur algerlega að milli Græningja og Frjálsyndra,“ segir Eiríkur.Christian Lindner, leiðtogi Frjálslynda flokksins.Vísir/AFPEinhver mesta stjórnmálakreppa í seinni tíð Hann segir að í Þýskalandi sé talað um einhverja mestu stjórnmálakreppu sem upp hafi komið í seinni tíð. „Það sýnir nú einmitt hversu stöðug þýsk stjórnmál eru, það að stjórnarmyndunarviðræðum skuli hætt sé merki um slíka kreppu þegar margir aðrir kostir eru í boði. Það er ekki eins og að sé mikil neyð.“ Stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í kosnningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið. Þá náði FDP aftur mönnum á þing eftir að hafa misst þá alla í kosningunum 2013.Telur þú að Merkel vilji forðast nýjar kosningar af ótta við að AfD myndi styrkja sig enn frekar?„Já, það er auðvitað það sem margir óttist. Það má segja að Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafi báðir keppt hvor við annan um að vera harðari í innflytjendamálunum og farið að elta AfD. Það er alveg augljóst að það eru allir með augun á AfD í þessu. Hvort þeir myndu njóta þess í nýjum kosningum, það veit eiginlega enginn,“ segir Eiríkur.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira