Stilling klukkunnar Þorsteinn Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Þriðjudaginn 28. nóvember birtist ritstjórnargrein í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um þá hugmynd að breyta stillingu klukkunnar hér á landi og seinka henni um eina klukkustund. Greinin er hófsamlega skrifuð, og getur undirritaður tekið undir flest sem þar er sagt. Eitt atriði þyrfti þó að leiðrétta. Það er fyrsta setningin, sem segir að í ein fimmtíu ár hafi Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Þetta er misskilningur. Þegar stillingu klukkunnar var breytt með lagasetningu árið 1968 hafði um áratuga skeið verið farin sú leið að flýta klukkunni á sumrin en seinka henni aftur á veturna. Þetta hringl með klukkuna, eins og það var kallað, hafði mörgum þótt óþægilegt, og kvartanir í lesendabréfum dagblaðanna voru árviss viðburður. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Eftir vandlega athugun var ákveðið að klukkur skyldu stilltar eftir flýttri klukku, miðtíma Greenwich. Röksemdirnar sem nefndar voru í greinargerð með frumvarpinu voru í stuttu máli þessar: (1) að flýtta klukkan gilti þá þegar meira en helming ársins, (2) að sú klukka samsvaraði „heimstíma“ sem hafður væri til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, (3) að breytingin myndi færa Ísland nær meginlandi Evrópu í tíma og (4) dagsbirtan myndi nýtast betur því að myrkurstundum á vökutíma myndi fækka. Neikvæð áhrif voru að sjálfsögðu nefnd. Þótt þess væri ekki getið í greinargerðinni, hafði takmörkuð skoðanakönnun meðal forsvarsmanna stofnana, fyrirtækja, skóla og félagasamtaka bent til þess að flestir væru hlynntari flýttri klukku. Í meira en tuttugu ár eftir lagasetninguna heyrðust engar kvartanir frá almenningi. Það er ekki fyrr en á síðari árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000) og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og 2014. Fram til ársins 2010 gengu tillögur þingmanna í þá átt að flýta klukkunni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Tillögurnar 2013 og 2014 gengu hins vegar í gagnstæða átt, þ.e. flutningsmenn vildu seinka klukkunni, a.m.k. yfir veturinn. Öllum þessum frumvörpum og tillögum eru gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:https://www.almanak.hi.is/timreikn.html Að tillögurnar skyldu ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Síðustu þingsályktunartillögurnar hnigu að því að klukkunni skyldi seinkað. Eftirfarandi umfjöllun á því erindi til almennings nú þegar hið sama er til umræðu.https://www.almanak.hi.is/seinkun3.html Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér vandlega ofangreind gögn. Stilling klukkunnar er mál sem snertir alla landsmenn. Breytingar geta haft margvísleg áhrif, og þau eru ekki alltaf augljós. Höfundur er stjörnufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 28. nóvember birtist ritstjórnargrein í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um þá hugmynd að breyta stillingu klukkunnar hér á landi og seinka henni um eina klukkustund. Greinin er hófsamlega skrifuð, og getur undirritaður tekið undir flest sem þar er sagt. Eitt atriði þyrfti þó að leiðrétta. Það er fyrsta setningin, sem segir að í ein fimmtíu ár hafi Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Þetta er misskilningur. Þegar stillingu klukkunnar var breytt með lagasetningu árið 1968 hafði um áratuga skeið verið farin sú leið að flýta klukkunni á sumrin en seinka henni aftur á veturna. Þetta hringl með klukkuna, eins og það var kallað, hafði mörgum þótt óþægilegt, og kvartanir í lesendabréfum dagblaðanna voru árviss viðburður. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Eftir vandlega athugun var ákveðið að klukkur skyldu stilltar eftir flýttri klukku, miðtíma Greenwich. Röksemdirnar sem nefndar voru í greinargerð með frumvarpinu voru í stuttu máli þessar: (1) að flýtta klukkan gilti þá þegar meira en helming ársins, (2) að sú klukka samsvaraði „heimstíma“ sem hafður væri til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, (3) að breytingin myndi færa Ísland nær meginlandi Evrópu í tíma og (4) dagsbirtan myndi nýtast betur því að myrkurstundum á vökutíma myndi fækka. Neikvæð áhrif voru að sjálfsögðu nefnd. Þótt þess væri ekki getið í greinargerðinni, hafði takmörkuð skoðanakönnun meðal forsvarsmanna stofnana, fyrirtækja, skóla og félagasamtaka bent til þess að flestir væru hlynntari flýttri klukku. Í meira en tuttugu ár eftir lagasetninguna heyrðust engar kvartanir frá almenningi. Það er ekki fyrr en á síðari árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000) og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og 2014. Fram til ársins 2010 gengu tillögur þingmanna í þá átt að flýta klukkunni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Tillögurnar 2013 og 2014 gengu hins vegar í gagnstæða átt, þ.e. flutningsmenn vildu seinka klukkunni, a.m.k. yfir veturinn. Öllum þessum frumvörpum og tillögum eru gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:https://www.almanak.hi.is/timreikn.html Að tillögurnar skyldu ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Síðustu þingsályktunartillögurnar hnigu að því að klukkunni skyldi seinkað. Eftirfarandi umfjöllun á því erindi til almennings nú þegar hið sama er til umræðu.https://www.almanak.hi.is/seinkun3.html Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér vandlega ofangreind gögn. Stilling klukkunnar er mál sem snertir alla landsmenn. Breytingar geta haft margvísleg áhrif, og þau eru ekki alltaf augljós. Höfundur er stjörnufræðingur.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar