Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2017 11:00 Þeir feðgar Bolli og Ófeigur segjast finna verulegan mun á verslun þegar lokanir ganga í gegn. Nú á að loka á kvöldin og nóttunni sem vekur töluverða furðu meðal verslunarmanna á Skólavörðustíg. Vísir/Eyþór Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28