Lúxus borgin Reykjavík Sævar Þór Jónsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem skoðar fasteignaauglýsingar í blöðunum að mikið framboð er af stjarnfræðilega dýrum eignum í höfuðborginni. Svo virðist sem lúxus íbúðir svokallaðar séu byggðar í meira mæli í miðbæ Reykjavíkur. Samhliða virðist verð á eldri eignum hefa hækkað mikið. Núverandi meirihluti í borginni hefur legið undir ámæli fyrir að viðhalda þessu lúxus húsnæðiskerfi m.a. með því að auka ekki framboð á lóðum. Það kann að vera einföldun að stilla þessu upp með þessum hætti en aftur á móti verður ekki horft framhjá því að framboð á ódýrari eignum í borgarlandinu hefur ekki aukist í takt við framboð dýrari eigna þrátt fyrir loforð um að auka fjölbreytni í framboði eigna. Á sama tíma heyrum við fréttir af tugum einstaklinga sem eru á götunni vegna skorts á úrræðum fyrir þá sem geta ekki fjármagnað eigin íbúðarkaup. Þá verðum við einnig að spyrja okkur að því hvernig á því standi að fjársterkir aðila geti keypt upp verðmætustu lóðir borgarsvæðisins, eins og í miðbænum, að því er virðist í þeim tilgangi einum að braska með. Þá stendur eftir sú spurning hvernig fulltrúar meirihlutans í borginni sáu fyrir sér að auka fjölbreytni með auknu framboði til allra tekjuhópa? Hvernig má það vera að borg eins og Reykjavík sé í reynd farin að keppa við dýrustu borgir í Evrópu og í Bandaríkjunum hvað varðar fasteignaverð? Þetta getur varla verið í takt við launaþróun í landinu? Það er ekki boðlegt að á landi eins og Íslandi sé ekki unnið gegn þessari þróun. Ef heldur sem horfir mun þessi þróun vinna gegn fjölbreyttu mannlífi innan borgarinnar og gegn allri félagslegri framþróun. Samhliða þessari miklu uppbyggingu lúxus íbúða og hótela í borginni hefur lítið sem ekkert verið gert í samgöngumálum. Nálgun borgarinnar hefur aðallega verið í að auka möguleika á vistvænum samgöngumátum. Jafn nauðsynlegir og vistvænir samgögnukostir eru sýnir þetta samt sem áður skort á fyrirhyggju þegar talað er um aukna fjölbreytni í húsnæðismálum. Það fer nefnilega ekki saman að byggja undir aukinn ferðamannaflaum með byggingu lúxus íbúða og hótela en á sama tíma þrengja að bílaumferð. Einhvern veginn gengur þetta dæmi ekki upp. Vandi borgarinnar er mikill og það skýtur alltaf skökku við þegar stjórnmálamenn einblína á atriði sem snúa ekki að aðalvandanum eins og húsnæðismálunum, ungu fólki, láglauna fólki og öldruðum. Það að leggja aðaláhersluna á vistvænar samgöngur og aukið öryggi á vegriðum eða hljóðmúrum hlýtur að sýna ranga forgangsröðun innan stjórkerfis borgarinnar jafn brýnt og öryggi og fjölbreytni í samgöngumálum eru. Við búum því miður ekki við þann lúxus í dag að geta leyft okkur allt og verðum að forgagnsraða verkefnum með hagsmuni borgarbúa í fyrirrúmi. Lausn húsnæðisvandans á að vera í forgangi í borginni næstu árin. Þá verður einnig að horfast í augu við staðreyndir í samgöngumálum. Almenningssamgöngur munu ekki og geta ekki leyst allan samgönguvanda borgarinnar. Því er mikilvægt að tryggja örugga umferðamenningu sem tekur bæði mið af auknum fjölda þeirra sem eru á vegum borgarinnar þar á meðal ferðamanna og öruggum og öflugum almenningssamgöngum en ekki leggja áherslu á annan kostinn á kostnað hins.Höfundur er lögmaður og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun