Tækifæri og áskoranir í menntamálum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 5. desember 2017 07:00 Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar. Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svo unnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum. Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þess vegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er að stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt er að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Öflugt menntakerfi er forsenda þess að samfélag okkar haldi áfram að dafna og þróast. Því er lögð á það áhersla í nýjum stjórnarsáttmála að blása til sóknar á þessum vettvangi, efla enn frekar þá þætti sem standa styrkum stoðum og takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Miklar tækniframfarir eiga sér nú stað og munu til framtíðar hafa áhrif á öll störf, starfshætti og samfélag. Nemendur okkar þurfa að vera í stakk búnir til að takast á við ný störf sem grundvallast á sköpun, færni og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að menntakerfið taki mið af þessum breytingum og myndi hvetjandi námsumhverfi. Þess vegna er lagt mikið upp úr starfsmenntun og nýsköpun í nýjum stjórnarsáttmála til að íslenskt samfélag geti nýtt sér þessa framþróun. Hér verðum við að að skipa okkur í fremstu röð og horfa til ríkja sem standa hvað best er stefnumótun varðar. Styrkja þarf umgjörð skólakerfisins og stöðu kennara. Yfirvofandi fækkun í kennarastétt er mikil áskorun. Margir kennarar eru að komast á eftirlaunaaldur og margir kjósa að starfa á öðrum vettvangi en í menntakerfinu. Á meðan sækja of fáir í kennaranám. Samfélagið verður að bregðast við þessari þróun. Hvers vegna velja kennarar að starfa við annað en það sem þeir mennta sig til? Hérna þarf að greina orsakir svo unnt sé að bregðast við í samráði við kennara, skólastjórnendur, foreldra og nemendur. Kennaraskortur er reyndar áhyggjuefni víða, t.d. á Norðurlöndunum. Þegar tekið er mið af reynslu annarra þjóða er margt sem bendir til þess að með skipulegum langtímaaðgerðum verði unnt að bæta stöðu íslensks menntakerfis. Ein lykilforsenda er að hafa áreiðanlegar upplýsingar til þess að geta áttað sig á stöðu mála og dregið ályktanir. Þess vegna hefur verið sett af stað verkefni um ítarlega greiningu á stöðu og þróun menntakerfisins. Meginhlutverk vinnunnar er að stuðla skal að auknum gæðum skólastarfs og framförum í þágu samfélagsins. Brýnt er að allt samfélagið taki þátt í þessari vegferð til að vel takist.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun