Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:28 Verslunareigandi efst á Skólavörðustíg er hæstánægður með göngugöturnar. VÍSIR/ANTON BRINK Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. Göngugöturnar verða á tímabilinu 14. til 23. desember og verða þær opnar á milli klukkan 16:00 og 07:00 á virkum dögum á tímabilinu en frá klukkan 12:00 til 7:00 um helgar. Gengur borgin útfrá því að flutningi aðfanga til og frá verslunum í miðborginni sé þá lokið. Eftirtöldu svæði verður breytt í göngugötur: Laugavegur og Bankastræti - milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis Skólavörðurstígur - neðan Bergstaðastrætis Pósthússtræti - milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis Austurstræti auk Veltusunds og Vallarstrætis Skiptar skoðanir eru um málið með verslunareigenda í miðborginni. Við afgreiðslu málsins bárust borginni fimm mótmælabréf og þrjú meðmælabréf frá rekstraraðilum á Laugavegi ásamt einu meðmælabréfi frá verslunareiganda efst á Skólavörðustíg.Labba heldur í kringum tjörnina Í bréfi gullsmiðsins Ófeigs Björnssonar til framkvæmdastjóra Miðborgarinnar okkar, Jakobs Frímanns Magnússonar, eru tilteknar 11 verslanir sem leggjast gegn göngugötufyrirkomulaginu. „Með þessum jólalokunum er enn verið að gera aðför að okkur verslunarmönnum,“ segir í bréfinu og bætt við að það megi „öllum vera ljóst að almenn verslun á undir högg að sækja hérna í miðbænum, það er engu líkara en að borgarstjórnin vilji þess verslun út úr miðborinni eða að hún leggjist af.“ Verslanirnar ellefu segja að í stað göngugata ætti borgin heldur að greiða götur að verslunum til að viðhalda blómlegri miðborg. „Laugarvegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem enginn bílaumferð er geta gengið í hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ segir í bréfinu. Göngugötusvæðið var sem fyrr segir samþykkt í Borgarráði í gær. Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat hins vegar hjá við afgreiðslu málsins. Við samþykktina beindi Borgarráð því til Bílastæðasjóðs að auglýsa tryggilega staðsetningu og opnunartíma bílastæðahúsa og bílastæða sem eru til afnota á meðan opnun göngugatna stendur yfir á aðventunni.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira