Tæknin er lykill að framtíðinni Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2017 07:00 Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun