Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 16:29 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundinum í dag. vísir/ernir Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent