Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 13:15 Donald Trump og Robert Mueller. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera að íhuga að víkja Robert Mueller úr starfi sérstaks saksóknara, þrátt fyrir að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa gagnrýnt svokallaða Rússarannsókn Mueller harðlega að undanförnu. Demókratar óttast að umræðan og árásirnar séu liður í áætlun forsetans að reka Mueller. Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. Jeanine Pirro, stuðningsmaður Trump og þáttastjórnandi á Fox, kallaði starfsmenn FBI „glæpafjölskyldu“ á laugardaginn og kallaði eftir því að fangelsa ætti rannsakendur sem starfa fyrir Mueller. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem var gestur í þætti hennar, sagði ummælin vera „fullkomin“. Þáttur hennar er í miklu uppáhaldi hjá Trump og heimsóttu Pirro hann nýverið í Hvíta húsið. Seinna þann sama dag var þeirri spurning velt upp á Fox hvort að rannsóknin jafnaðist á við valdarán, samkvæmt frétt Politico. Hér að neðan má sjá nokkrar klippur sem sýna umræðuna á Fox."The only thing that remains is whether we have the fortitude to not just fire these people immediately, but to take them out in cuffs...." My #OpeningStatement : pic.twitter.com/BNUtLVydah — Jeanine Pirro (@JudgeJeanine) December 17, 2017 Árásum sem þessum hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. „Alla leið niður frá Hvíta húsinu, eru þeir vísvitandi að reyna að draga úr trúverðugleika allra þeirra stofnana sem við treystum á fyrir réttlæti og að tryggja lýðræðislega ríkisstjórn. Alla sem geta ógnað valdi þeirra,“ sagði þingmaðurinn Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd þingsins, í nýlegu viðtali.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaNú snúast árásirnar um tölvupósta sem rannsakendur Mueller eru sakaðir um að hafa öðlast með ólöglegum hætti. Um er að ræða tugi þúsunda tölvupósta frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári..@KellyannePolls: "The fix was in against @realDonaldTrump from the beginning, and they were pro-Hillary... They can't possibly be seen as objective or transparent or even-handed or fair." pic.twitter.com/DZKKR0OOPo— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Kory Langhofer, lögmaður fyrir samtökin Trump for America, sendi bréf á formenn tveggja þingnefnda á laugardaginn. Þar sem hann sakaði starfsmenn FBI um að hafa beitt ólöglegum aðferðum til að fá póstana og að starfsmenn General Services Administration, stofnunar sem heldur utan um ýmis opinber gögn, hafi sömuleiðis brotið lög við að láta FBI fá gögnin. Talsmaður Mueller sagði Washington Post að löglegu ferli hefði verið fylgt til að koma höndum yfir umrædda pósta, eins og væri alltaf gert.Þá hafa sérfræðingar dregið yfirlýsingar og ásakanir Langhofer í efa. Randall Eliason, fyrrverandi saksóknari og núverandi lagaprófessor, sem Post ræddi við segir að opinberir starfsmenn eigi ekki heimtingu á því að tölvupósthólf sem endi á .gov, og sé þar með á opinberum vefþjónum, sé einkamál. Um opinber gögn sé að ræða. Hann sagði ekki óeðlilegt að teymi Mueller hefði fengið póstana. Yfirmaður GSA segir hið sama og að starfsmenn Trump hafi á sínum tíma skrifað undir samkomulag um að gögn þeirra á opinberum vefþjónum séu opinber gögn.Enn fremur sagði Eliason að ef Trump-liðar hefðu rétt fyrir sér myndu þeir fara með mál sitt fyrir dómara og fara fram á að póstunum yrði skilað og þeir yrðu ekki notaðir til rannsóknarinnar. Það hefur ekki verið gert. Þess í stað var send út fréttatilkynning um að starfsmenn Alríkislögreglunnar hefðu framið glæp og að opinberir starfsmenn hefðu aðstoðað þá. Lögmaður Trump fór svo í viðtal á Fox þar sem hann ýtti undir þessar ásakanir..@jessebwatters: "It's like the @FBI had Michael Moore investigating the President of the United States." @WattersWorld pic.twitter.com/SJDHLdmfYA— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í maí, eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, þáverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegri þátttöku framboðs Trump í þeim afskiptum. Mueller hefur ákært tvo fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og tveir aðrir hafa játað á sig brot. Þar á meðal Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn hefur heitið því að starfa með Mueller og rannsakendum hans. Trump heldur því fram að um nornaveiðar sé að ræða og að rannsóknin sé runnin undan rifjum Demókrata svo þeir geti fundið afsökun fyrir því að hafa tapað forsetakosningunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera að íhuga að víkja Robert Mueller úr starfi sérstaks saksóknara, þrátt fyrir að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa gagnrýnt svokallaða Rússarannsókn Mueller harðlega að undanförnu. Demókratar óttast að umræðan og árásirnar séu liður í áætlun forsetans að reka Mueller. Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. Jeanine Pirro, stuðningsmaður Trump og þáttastjórnandi á Fox, kallaði starfsmenn FBI „glæpafjölskyldu“ á laugardaginn og kallaði eftir því að fangelsa ætti rannsakendur sem starfa fyrir Mueller. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem var gestur í þætti hennar, sagði ummælin vera „fullkomin“. Þáttur hennar er í miklu uppáhaldi hjá Trump og heimsóttu Pirro hann nýverið í Hvíta húsið. Seinna þann sama dag var þeirri spurning velt upp á Fox hvort að rannsóknin jafnaðist á við valdarán, samkvæmt frétt Politico. Hér að neðan má sjá nokkrar klippur sem sýna umræðuna á Fox."The only thing that remains is whether we have the fortitude to not just fire these people immediately, but to take them out in cuffs...." My #OpeningStatement : pic.twitter.com/BNUtLVydah — Jeanine Pirro (@JudgeJeanine) December 17, 2017 Árásum sem þessum hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. „Alla leið niður frá Hvíta húsinu, eru þeir vísvitandi að reyna að draga úr trúverðugleika allra þeirra stofnana sem við treystum á fyrir réttlæti og að tryggja lýðræðislega ríkisstjórn. Alla sem geta ógnað valdi þeirra,“ sagði þingmaðurinn Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd þingsins, í nýlegu viðtali.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaNú snúast árásirnar um tölvupósta sem rannsakendur Mueller eru sakaðir um að hafa öðlast með ólöglegum hætti. Um er að ræða tugi þúsunda tölvupósta frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári..@KellyannePolls: "The fix was in against @realDonaldTrump from the beginning, and they were pro-Hillary... They can't possibly be seen as objective or transparent or even-handed or fair." pic.twitter.com/DZKKR0OOPo— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Kory Langhofer, lögmaður fyrir samtökin Trump for America, sendi bréf á formenn tveggja þingnefnda á laugardaginn. Þar sem hann sakaði starfsmenn FBI um að hafa beitt ólöglegum aðferðum til að fá póstana og að starfsmenn General Services Administration, stofnunar sem heldur utan um ýmis opinber gögn, hafi sömuleiðis brotið lög við að láta FBI fá gögnin. Talsmaður Mueller sagði Washington Post að löglegu ferli hefði verið fylgt til að koma höndum yfir umrædda pósta, eins og væri alltaf gert.Þá hafa sérfræðingar dregið yfirlýsingar og ásakanir Langhofer í efa. Randall Eliason, fyrrverandi saksóknari og núverandi lagaprófessor, sem Post ræddi við segir að opinberir starfsmenn eigi ekki heimtingu á því að tölvupósthólf sem endi á .gov, og sé þar með á opinberum vefþjónum, sé einkamál. Um opinber gögn sé að ræða. Hann sagði ekki óeðlilegt að teymi Mueller hefði fengið póstana. Yfirmaður GSA segir hið sama og að starfsmenn Trump hafi á sínum tíma skrifað undir samkomulag um að gögn þeirra á opinberum vefþjónum séu opinber gögn.Enn fremur sagði Eliason að ef Trump-liðar hefðu rétt fyrir sér myndu þeir fara með mál sitt fyrir dómara og fara fram á að póstunum yrði skilað og þeir yrðu ekki notaðir til rannsóknarinnar. Það hefur ekki verið gert. Þess í stað var send út fréttatilkynning um að starfsmenn Alríkislögreglunnar hefðu framið glæp og að opinberir starfsmenn hefðu aðstoðað þá. Lögmaður Trump fór svo í viðtal á Fox þar sem hann ýtti undir þessar ásakanir..@jessebwatters: "It's like the @FBI had Michael Moore investigating the President of the United States." @WattersWorld pic.twitter.com/SJDHLdmfYA— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í maí, eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, þáverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegri þátttöku framboðs Trump í þeim afskiptum. Mueller hefur ákært tvo fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og tveir aðrir hafa játað á sig brot. Þar á meðal Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn hefur heitið því að starfa með Mueller og rannsakendum hans. Trump heldur því fram að um nornaveiðar sé að ræða og að rannsóknin sé runnin undan rifjum Demókrata svo þeir geti fundið afsökun fyrir því að hafa tapað forsetakosningunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira