Heilbrigðiskerfið er hjartað í góðu samfélagi Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar