Moore segir Bandaríkjamenn hafa hafnað guði Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 16:51 Moore var afar umdeildur jafnvel áður en hann var sakaður um kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur. Hann hafði sagt að múslimar gætu ekki tekið sæti á Bandaríkjaþingi og neitaði að viðurkenna dóm Hæstaréttar sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00
Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57