Viðskipti innlent

10-11 sýknað af kröfum Íslandsstofu í deilunni um „Inspired by Iceland“

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. mynd/inspired by iceland
Rekstrarfélag 10-11 hefur verið sýknað í Hæstarétti af kröfu Íslandsstofu um að fyrirtækinu væri óheimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“. Félagið hafði áfrýjað niðurstöðu í héraði sem kvað á um að því væri óheimilt að notast við vörumerkið. 10-11 rekur verslun undir vörumerkinu í Bankastræti 11. Dómur var kveðinn upp fyrr í dag.

Segir í dómnum að félagið hafi árið 2006 opnað verslun í Leifsstöð undir merkjum „Inspired by Iceland“. Markaðsátak Íslandsstofu hófst hins vegar ekki fyrr en árið 2010 þegar eldgosið í Eyjafjallajökli átti sér stað. Þá stóð ferðamannaþjónustan frammi fyrir samdrætti og var því farið af stað með umfangsmikla herferð. 

Það er mat Hæstaréttar að notkun 10-11 á vörumerkinu sé því ekki heimildarlaus og hafnar hann því að notkunin bryti í bága við lög. Því var ákveðið að snúa við dómi héraðs, sem fyrr segir, og rekstrarfélagið því sýknað.

Uppfært: Upphafleg frétt benti á Hæstiréttur hefði staðfest dóminn úr héraði um að 10-11 væri óheimilt að notast við vörumerkið Inspired by Iceland. Það er hins vegar rangt, því rekstrarfélagið var sýknað og dómi héraðsdóms snúið við. Vísir biðst velvirðingar á mistökunum sem áttu sér stað. Þau hafa nú verið leiðrétt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×