Hvað get ÉG gert? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. desember 2017 07:00 Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun er sennilega einn af hápunktum tilveru þeirra. Í samfélagi okkar finnst mörgum það vera sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu. Allt um kring eru allsnægtir og úrvalið hefur aldrei verið meira hvort heldur af mat, fatnaði, leikföngum eða öðru afþreyingarefni. Það skýtur því skökku við að vita að hér búa börn sem hafa það slæmt og líður illa þrátt fyrir allt tal um rífandi góðæri. Margir þeirra sem komu illa út úr hruninu eru enn að berjast í bökkum. Húsnæðisvandi og hátt leiguverð eru meðal þátta sem standa fyrir þrifum. Staðfest er að það hafa ekki allar fjölskyldur húsaskjól. Sumar fá að halla höfði hjá vinum eða ættingjum í skamman tíma í einu eða búa í húsnæði sem ekki er mönnum bjóðandi. Fátækt er í öðrum tilfellum fylgifiskur eða afleiðing annarra vandamála t.d. veikinda, þar með talið geðrænna veikinda eða fíknivanda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn, sitja oft ekki við sama borð og börn heilbrigðra foreldra. Sama má segja um börn þeirra sem búa á heimilum þar sem áfengis- eða fíknivandi er til staðar þótt slíkur vandi spyrji ekki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu. Annar hópur barna sem líða þjáningar eru börn sem búa á ofbeldisheimilum. Heimilisofbeldi finnst í öllum tegundum fjölskyldna, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Börnin á þessum heimilum sem hér hefur verið lýst hlakka oft ekkert til jólanna né annarra hátíða nema síður sé. Sum segjast hata jólin. Kvíði og áhyggjur varna því að þau finni fyrir tilhlökkun. Áhyggjur barna í þessum aðstæðum snúast oft um hvernig ástandið verði á heimilinu á aðfangadagskvöld þegar jólin ganga í garð. „Verður mamma komin í glas fyrir mat? Náum við að opna pakkana áður en pabbi sofnar? Verður rifist og slegist eins og í fyrra? Hvert get ég flúið þegar lætin byrja? Kemur eitthvert lið heim?“ Þau sem eiga yngri systkini eru jafnvel komin með plan B og jafnvel C. Þessi börn hafa lært af reynslu sem hefur rænt þau barnæskunni og eru að axla ábyrgð eins og þau væru fullorðin. Þau reyna að halda væntingum í lágmarki, þá verða vonbrigðin minni. Ef þetta sleppur til um þessi jól þá er það bara bónus. Mörg eru búin að þrauthugsa hvort og þá hvað þau geti gert til að draga úr líkunum á að foreldrar þeirra skemmi jólin. „Ó, hvað það væri nú gaman ef við gætum borðað saman jólamatinn, opnað pakkana, hlegið og grínast og farið svo áhyggjulaus að sofa. Kannski verður það þannig um þessi jól?“Verndandi þættir Meðal verndandi þátta er að láta okkur þessi börn varða, vera meðvituð um þau og aðstæður þeirra og vera tilbúin að grípa inn í. Verndandi þáttur gegn fátækt er samfélagið og samstaða ættingja eða nágranna. Tilfinningatengsl við einhverja utan heimilis getur skipt sköpum, verið akkeri og haldreipi, styrkur og stuðningur. Okkur ber að vera meðvituð um líðan og aðbúnað ekki eingöngu okkar barna heldur allra barna sem verða á vegi okkar: barna vina okkar, vina og bekkjarfélaga barna okkar, barna samstarsfélaga eða barna nágranna. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þessara barna þá þarf að spyrja: „Hvað get ég gert í stöðunni sem gagnast þessu barni?“ Ábyrgð, meðvitund og stundum þor er það sem þarf til að stíga inn í aðstæður eða atburðarás ef óttast er að hagsmunum barns sé ábótavant eða þær séu ekki boðlegar því. Stundum er nauðsynlegt að tilkynna mál til Barnaverndar eða hringja á lögreglu í tilfellum þar sem grunur leikur á um að heimilisofbeldi og/eða stjórnlaus neysla sé í gangi. Ef við verðum þess áskynja að barn býr við óviðunandi aðstæður er aðeins eitt sem ekki má gera og það er AÐ GERA EKKI NEITT.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Aðdragandi jóla er gleðitími fyrir marga, börn jafnt sem fullorðna. Jólin eru hátíð barna og kæti þeirra og tilhlökkun er sennilega einn af hápunktum tilveru þeirra. Í samfélagi okkar finnst mörgum það vera sjálfsagt að börn séu áhyggjulaus, geti notið bernskunnar og hlakkað til ýmissa viðburða í lífinu. Allt um kring eru allsnægtir og úrvalið hefur aldrei verið meira hvort heldur af mat, fatnaði, leikföngum eða öðru afþreyingarefni. Það skýtur því skökku við að vita að hér búa börn sem hafa það slæmt og líður illa þrátt fyrir allt tal um rífandi góðæri. Margir þeirra sem komu illa út úr hruninu eru enn að berjast í bökkum. Húsnæðisvandi og hátt leiguverð eru meðal þátta sem standa fyrir þrifum. Staðfest er að það hafa ekki allar fjölskyldur húsaskjól. Sumar fá að halla höfði hjá vinum eða ættingjum í skamman tíma í einu eða búa í húsnæði sem ekki er mönnum bjóðandi. Fátækt er í öðrum tilfellum fylgifiskur eða afleiðing annarra vandamála t.d. veikinda, þar með talið geðrænna veikinda eða fíknivanda. Börn foreldra sem glíma við langvinn veikindi, líkamleg eða geðræn, sitja oft ekki við sama borð og börn heilbrigðra foreldra. Sama má segja um börn þeirra sem búa á heimilum þar sem áfengis- eða fíknivandi er til staðar þótt slíkur vandi spyrji ekki um félagslega stöðu eða efnahagslega afkomu. Annar hópur barna sem líða þjáningar eru börn sem búa á ofbeldisheimilum. Heimilisofbeldi finnst í öllum tegundum fjölskyldna, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Börnin á þessum heimilum sem hér hefur verið lýst hlakka oft ekkert til jólanna né annarra hátíða nema síður sé. Sum segjast hata jólin. Kvíði og áhyggjur varna því að þau finni fyrir tilhlökkun. Áhyggjur barna í þessum aðstæðum snúast oft um hvernig ástandið verði á heimilinu á aðfangadagskvöld þegar jólin ganga í garð. „Verður mamma komin í glas fyrir mat? Náum við að opna pakkana áður en pabbi sofnar? Verður rifist og slegist eins og í fyrra? Hvert get ég flúið þegar lætin byrja? Kemur eitthvert lið heim?“ Þau sem eiga yngri systkini eru jafnvel komin með plan B og jafnvel C. Þessi börn hafa lært af reynslu sem hefur rænt þau barnæskunni og eru að axla ábyrgð eins og þau væru fullorðin. Þau reyna að halda væntingum í lágmarki, þá verða vonbrigðin minni. Ef þetta sleppur til um þessi jól þá er það bara bónus. Mörg eru búin að þrauthugsa hvort og þá hvað þau geti gert til að draga úr líkunum á að foreldrar þeirra skemmi jólin. „Ó, hvað það væri nú gaman ef við gætum borðað saman jólamatinn, opnað pakkana, hlegið og grínast og farið svo áhyggjulaus að sofa. Kannski verður það þannig um þessi jól?“Verndandi þættir Meðal verndandi þátta er að láta okkur þessi börn varða, vera meðvituð um þau og aðstæður þeirra og vera tilbúin að grípa inn í. Verndandi þáttur gegn fátækt er samfélagið og samstaða ættingja eða nágranna. Tilfinningatengsl við einhverja utan heimilis getur skipt sköpum, verið akkeri og haldreipi, styrkur og stuðningur. Okkur ber að vera meðvituð um líðan og aðbúnað ekki eingöngu okkar barna heldur allra barna sem verða á vegi okkar: barna vina okkar, vina og bekkjarfélaga barna okkar, barna samstarsfélaga eða barna nágranna. Ef við höfum áhyggjur af einhverju þessara barna þá þarf að spyrja: „Hvað get ég gert í stöðunni sem gagnast þessu barni?“ Ábyrgð, meðvitund og stundum þor er það sem þarf til að stíga inn í aðstæður eða atburðarás ef óttast er að hagsmunum barns sé ábótavant eða þær séu ekki boðlegar því. Stundum er nauðsynlegt að tilkynna mál til Barnaverndar eða hringja á lögreglu í tilfellum þar sem grunur leikur á um að heimilisofbeldi og/eða stjórnlaus neysla sé í gangi. Ef við verðum þess áskynja að barn býr við óviðunandi aðstæður er aðeins eitt sem ekki má gera og það er AÐ GERA EKKI NEITT.Höfundur er sálfræðingur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun