Þroskasaga þjóðar Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. desember 2017 08:00 Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í hruninu og kjölfar þess gekk þjóðin í gegnum vægast sagt sérstakt tímabil. Reiðin var mikil og fólk var oft ekki með það alveg á hreinu hvert átti að beina þessari reiði. Hinn almenni Íslendingur vaknaði einn daginn upp við það að góðæri síðustu ára hafði verið sýndarveruleiki og að stærsta partý Íslandssögunnar var einkapartý þar sem einungis útvöldum var boðið. Eftir sat þjóðin með ruslið og reikninginn. Mótmælin sem fylgdu í kjölfarið voru eitthvað sem við þekktum mjög lítið og við vissum ekki alveg hvernig við áttum að umgangast. Það er því eðlilegt að eitthvað hafi farið úr böndunum. Lögreglan var að læra að vinna við þessar aðstæður og þeir sem voru að mótmæla voru einnig að stíga út á nýjar slóðir. Í þessum aðstæðum og við þetta ferli gerði lögreglan mistök og einnig margir mótmælendur. Margt af því sem við töldum öruggt og sjálfsagt í samfélaginu var hrunið. Hvað eru eðlileg viðbrögð við slíku? Það er mjög erfitt að skilgreina það og þar að leiðandi mjög erfitt að benda fingri. Það að fara að heimilum einstaklinga og mótmæla voru samt ein af þeim mistökum sem gerð voru. Þar var gengið of langt. Það er ekki þar með sagt að þeir sem gerðu þetta séu slæmir einstaklingar eða ofbeldisseggir. Alls ekki. Þetta var bara andrúmið í þjóðfélagi og ákveðin afleiðing örvæntingar. Það er ekki að ástæðulausu að talað sé um siðrof þegar þetta tímabil er nefnt. Að sjálfsögðu er leiðinlegt að einstaklingar hafi þurft að upplifa það að mótmælt hafi verið við heimili þeirra. Alveg eins og það er leiðinlegt að fjöldi fólks hafi þurft að upplifa það að missa hús sín, bíla, atvinnu og jafnvel heilsu, algjörlega óverðskuldað vegna græðgi og mistaka annarra. Alveg eins og það er leiðinlegt að lögreglumönnum hafi verið stillt upp sem girðingu og í raun andstæðingum ráðvilltrar þjóðar. Ég veit að það eru lögreglumenn enn að takast á við það í dag. Frá þessum tíma hefur lögreglan tekið risa framförum hvað varðar hvernig hún tekst á við mótmæli. Hún hefur lært af reynslunni. Lögreglan er á allt öðrum stað í dag en hún var þarna. Það er gott. Fólk verður síðan að hafa rétt á að láta sína skoðun í ljós og mótmæla. Það má aldrei vera eitthvað sem fólk óttast á einhvern hátt og umræðan má alls ekki verða til þess að fólk óttist að rísa upp og láta rödd sína hljóma. Lýðræði hefur verið dýru verði keypt í sögunni og mistök voru í raun mikilvægir vaxtaverkir þess. Þessi mistök eru þroskaskref lýðræðissamfélaga. Meðal þess sem við eigum að hafa lært er að vernda það sem skiptir okkur hvað mestu máli, eins og heimili fólks og svo ekki sé talað um börnin okkar. Við getum verið ósátt við einstaklinga en það er óásættanlegt að láta það bitna með beinum hætti á börnum þeirra eða fjölskyldum. Slíkt ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera samþykkt af samfélaginu. Við vitum ekki hvað mun gerast í framtíðinni. Sagan kennir okkur samt að það sé alls ekki ólíklegt að á einhverjum tímapunkti muni aftur eitthvað gerast sem veldur einhverskonar siðrofi. Ef það gerist á okkar líftíma þá vona ég að við drögum lærdóm af því sem gerst hefur. Það er kannski það mikilvægasta sem við getum gert. Það gerir okkur að betri manneskjum og betri þjóð.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun