Erlent

Ætla að leyfa trans fólki að ganga í herinn þvert á vilja Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Pentagon, höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna.
Frá Pentagon, höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna ætla að leyfa trans fólki að ganga í herinn þann fyrsta janúar. Það verður gert þvert á vilja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem tilkynnti það á Twitter í sumar og án fyrirvara að hann hefði skipað hernaðaryfirvöldum að meina trans fólki um inngöngu á allar deildar hers Bandaríkjanna.



Sú skipun Trump hefur verið mjög umdeild og hafa minnst tveir dómstólar í Bandaríkjunum sagt hana vera ólöglega.

Sjá einnig: Óvissa vegna banns Trump við trans fólki í hernum



Samkvæmt AP fréttaveitunni mun trans fólk þurfa að gangast í gegnum hin ýmsu próf sem snúa að heilsu, líkamsgetu og geðheilsu til að fá inngöngu í herinn. Skilyrðin fyrir þessum prófum munu reynast trans fólki erfið en innganga verður þó ekki ómöguleg, samkvæmt AP.



Eftir að dómstólar sögðu skipun forsetans vera ólöglega var hernaðaryfirvöldum gert að opna á inngöngu trans fólks um áramótin. Hvíta húsið fór fram á að fresturinn yrði framlengdur á meðan málinu yrði áfrýjað. Sú ákvörðun hernaðaryfirvalda að fylgja skilyrðum dómstóla þykir til marks um að þar á bæ sé ekki mikil trú á að ríkið muni vinna þá áfrýjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×