Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2017 21:56 Jón Gunnarsson þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og að ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins. Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins.
Alþingi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira