Óveðursský yfir Jerúsalem Birgir Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun