Snæfell fer í undanúrslit eftir hörkuspennu í Stykkishólmi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 20:52 Berglind Gunnarsdóttir tryggði sínum konum sigurinn Vísir/Eyþór Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira