Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 16:19 Persónuafsláttur hækkar um 1,9 prósent í ársbyrjun. Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020. Skattar og tollar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020.
Skattar og tollar Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira