Hafurinn í Gävle kominn langleiðina með að lifa jólin af Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 16:29 Hafurinn í Gävle er 3,6 tonn að þyngd og stærsta geit sinnar tegundar. Vísir/EPA Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms. Norðurlönd Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms.
Norðurlönd Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira