Ragnar ekki fengið laun og gæti farið frá Rubin Kazan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2017 10:00 Ragnar á landsliðsæfingu. vísir/ernir Ragnar Sigurðsson hefur rétt eins og aðrir leikmenn rússneska liðsins Rubin Kazan hefur ekki fengið laun síðustu fjóra mánuðina en þetta staðfesti hann í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977. Ragnar er hjá Rubin Kazan sem lánsamaður hjá Fulham en samingur hans við enska félagið rennur út í lok sumars. „Ég held að það sé mjög ólíklegt að ég fari aftur til Fulham. Mér gekk ekki vel þar og ef sami þjálfari verður áfram þá vil ég ekki fara þangað, né heldur vill hann fá mig,“ sagði Ragnar. „En að því sögðu þá veit maður aldrei hvað gerist í fótboltanum og hlutirnir geta breyst mjög hratt.“ Rubin Kazan hefur ekki verið að greiða leikmönnum laun síðustu mánuðina eins og áður hefur verið greint frá og staðfesti Ragnar að það væri tilfellið.Sjá einnig: Var hátt uppi eftir EM „Þeir vilja losna við leikmenn sem eru á allt of háum launum. Ég er ekki einn af þeim,“ sagði Ragnar enn fremur en hann telur að það búi meira að baki en bara fjárhagsvandræði. „Þetta gæti tengst eitthvað bakhjörlum og fleira slíkt en ég veit lítið um þau mál.“Ragnar Sigurðsson í leik með Rubin Kazan gegn Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni.vísir/gettyRagnar segir að það sé vissulega pirrandi að fá ekki launin sín og að það hafi sést á frammistöðu liðsins síðustu vikur og mánuði. „Þeir hafa svo sem ekki mikinn skilning fyrir þessu, þjálfararnir, að það gangi illa. Það er bara hraunað yfir okkur og enginn skilur neitt í neinu.“ „Sem betur fer er maður ekki alveg nautheimskur. Maður hefur sparað pening og er því ekki að svelta í hel. En maður á auðvitað að fá borgað á réttum tíma.“ Ragnar hefur þó ekki miklar áhyggjur af stöðunni, enda hjá Rubin Kazan sem lánsmaður. „Ég á bara tíu leiki eftir og svo taka aðrir spennandi hlutir við. En það er alltaf óþægilegt að búa við óvissu eins og þessa. En ég held að þetta sé verra fyrir marga aðra en mig.“ Hann telur best að fara í annað lið í janúar. „Ég held að Rubin-menn séu opnir fyrir því og við erum að vinna í þessu með umboðsmanni mínum. Ég held að það væri besta lausnin,“ sagði Ragnar í Akraborginni. Fótbolti Tengdar fréttir Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. 28. september 2017 13:23 Ragnar lánaður til Rubin Kazan Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er genginn til liðs við Rubin Kazan á eins árs lánssamningi frá Fulham. 3. ágúst 2017 13:18 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Ragnar spilaði allan leikinn í tapi Ragnar Sigurðsson og félagar í Rubin Kazan fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Amkar í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. 30. september 2017 15:27 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Ragnar Sigurðsson hefur rétt eins og aðrir leikmenn rússneska liðsins Rubin Kazan hefur ekki fengið laun síðustu fjóra mánuðina en þetta staðfesti hann í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu 977. Ragnar er hjá Rubin Kazan sem lánsamaður hjá Fulham en samingur hans við enska félagið rennur út í lok sumars. „Ég held að það sé mjög ólíklegt að ég fari aftur til Fulham. Mér gekk ekki vel þar og ef sami þjálfari verður áfram þá vil ég ekki fara þangað, né heldur vill hann fá mig,“ sagði Ragnar. „En að því sögðu þá veit maður aldrei hvað gerist í fótboltanum og hlutirnir geta breyst mjög hratt.“ Rubin Kazan hefur ekki verið að greiða leikmönnum laun síðustu mánuðina eins og áður hefur verið greint frá og staðfesti Ragnar að það væri tilfellið.Sjá einnig: Var hátt uppi eftir EM „Þeir vilja losna við leikmenn sem eru á allt of háum launum. Ég er ekki einn af þeim,“ sagði Ragnar enn fremur en hann telur að það búi meira að baki en bara fjárhagsvandræði. „Þetta gæti tengst eitthvað bakhjörlum og fleira slíkt en ég veit lítið um þau mál.“Ragnar Sigurðsson í leik með Rubin Kazan gegn Anzhi Makhachkala í rússnesku úrvalsdeildinni.vísir/gettyRagnar segir að það sé vissulega pirrandi að fá ekki launin sín og að það hafi sést á frammistöðu liðsins síðustu vikur og mánuði. „Þeir hafa svo sem ekki mikinn skilning fyrir þessu, þjálfararnir, að það gangi illa. Það er bara hraunað yfir okkur og enginn skilur neitt í neinu.“ „Sem betur fer er maður ekki alveg nautheimskur. Maður hefur sparað pening og er því ekki að svelta í hel. En maður á auðvitað að fá borgað á réttum tíma.“ Ragnar hefur þó ekki miklar áhyggjur af stöðunni, enda hjá Rubin Kazan sem lánsmaður. „Ég á bara tíu leiki eftir og svo taka aðrir spennandi hlutir við. En það er alltaf óþægilegt að búa við óvissu eins og þessa. En ég held að þetta sé verra fyrir marga aðra en mig.“ Hann telur best að fara í annað lið í janúar. „Ég held að Rubin-menn séu opnir fyrir því og við erum að vinna í þessu með umboðsmanni mínum. Ég held að það væri besta lausnin,“ sagði Ragnar í Akraborginni.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. 28. september 2017 13:23 Ragnar lánaður til Rubin Kazan Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er genginn til liðs við Rubin Kazan á eins árs lánssamningi frá Fulham. 3. ágúst 2017 13:18 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Ragnar spilaði allan leikinn í tapi Ragnar Sigurðsson og félagar í Rubin Kazan fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Amkar í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. 30. september 2017 15:27 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. 28. september 2017 13:23
Ragnar lánaður til Rubin Kazan Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er genginn til liðs við Rubin Kazan á eins árs lánssamningi frá Fulham. 3. ágúst 2017 13:18
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00
Ragnar spilaði allan leikinn í tapi Ragnar Sigurðsson og félagar í Rubin Kazan fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Amkar í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. 30. september 2017 15:27