Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2017 20:39 Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Vegurinn um Ódrjúgsháls er með þeim sem heitast brenna á Vestfirðingum en á Stöð 2 var sýnt myndband, sem Patreksfirðingurinn Páll Vilhjálmsson tók í fyrradag, af flutningabíl í vandræðum á hálsinum. „Það er eitt af þessum brýnustu verkefnum sem stjórnvöld hafa að einhverju leyti heykst á að klára í allt of langan tíma. Það er svona eitt af því sem ég myndi vilja leggja áherslu á,“ segir Sigurður Ingi um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra vegamála.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ráðherrann segir að nú sé beðið eftir því að Reykhólahreppur breyti aðalskipulagi. En hvaða skoðun hefur hann sjálfur á vegarlagningu um Teigsskóg? „Ég var nú umhverfisráðherra þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Mér fannst þær leiðir sem þá voru farnar vera skynsamar, það er að segja að reyna að fara þessar réttu skipulagsleiðir. Mér finnst við hafa lent einhvern veginn upp á skeri. Ég var á þeirri skoðun, - fór í vettvangsskoðun með þingflokki framsóknarmanna á sínum tíma, - að þarna væri vel hægt að fara í þessar framkvæmdir, á þann hátt sem þá var lagt upp með, - með mótvægisaðgerðum. Og ég hef svo sem ekkert skipt um skoðun hvað það varðar. En ég þarf auðvitað að fara yfir hvaða valkostum við stöndum frammi fyrir.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013.Vísir/DaníelÞegar spurt er hvort ráðherra telji unnt að fjármagna jarðgöng undir Hjallaháls á næstu árum bendir hann á að Dýrafjarðargöng verði tilbúin haustið 2020. Miðað hefur verið við að Seyðisfjarðargöng yrðu næst í röðinni en kæmi til greina að göng undir Hjallaháls yrðu tekin fram fyrir þau? „Það hefur verið planið, eins og þú réttilega nefnir, að Seyðisfjarðargöng, eða sem sagt vegbætur þangað, séu næstar í röðinni. Og ég hef ekki séð neina ástæðu til að breyta því. En þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem ég þarf að leggjast yfir.“ En gæti skipan nýs umhverfisráðherra úr röðum hörðustu andstæðinga Teigsskógarvegar breytt málinu, - að það verði kannski harðari andstaða frá Vinstri grænum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra, var áður framkvæmdastjóri Landverndar.vísir/Ernir„Nei, það held ég ekki. Ég held að allir ráðherrar, alveg sama hvað þeir hafa unnið við áður, vinni vinnu sína af fagmennsku og fylgi því sem við erum að gera í ríkisstjórninni,“ svarar samgönguráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra. Vegurinn um Ódrjúgsháls er með þeim sem heitast brenna á Vestfirðingum en á Stöð 2 var sýnt myndband, sem Patreksfirðingurinn Páll Vilhjálmsson tók í fyrradag, af flutningabíl í vandræðum á hálsinum. „Það er eitt af þessum brýnustu verkefnum sem stjórnvöld hafa að einhverju leyti heykst á að klára í allt of langan tíma. Það er svona eitt af því sem ég myndi vilja leggja áherslu á,“ segir Sigurður Ingi um Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra vegamála.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ráðherrann segir að nú sé beðið eftir því að Reykhólahreppur breyti aðalskipulagi. En hvaða skoðun hefur hann sjálfur á vegarlagningu um Teigsskóg? „Ég var nú umhverfisráðherra þegar við lögðum af stað í þetta verkefni. Mér fannst þær leiðir sem þá voru farnar vera skynsamar, það er að segja að reyna að fara þessar réttu skipulagsleiðir. Mér finnst við hafa lent einhvern veginn upp á skeri. Ég var á þeirri skoðun, - fór í vettvangsskoðun með þingflokki framsóknarmanna á sínum tíma, - að þarna væri vel hægt að fara í þessar framkvæmdir, á þann hátt sem þá var lagt upp með, - með mótvægisaðgerðum. Og ég hef svo sem ekkert skipt um skoðun hvað það varðar. En ég þarf auðvitað að fara yfir hvaða valkostum við stöndum frammi fyrir.“Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi ráðherra vegamála, skoðuðu Teigsskóg árið 2013.Vísir/DaníelÞegar spurt er hvort ráðherra telji unnt að fjármagna jarðgöng undir Hjallaháls á næstu árum bendir hann á að Dýrafjarðargöng verði tilbúin haustið 2020. Miðað hefur verið við að Seyðisfjarðargöng yrðu næst í röðinni en kæmi til greina að göng undir Hjallaháls yrðu tekin fram fyrir þau? „Það hefur verið planið, eins og þú réttilega nefnir, að Seyðisfjarðargöng, eða sem sagt vegbætur þangað, séu næstar í röðinni. Og ég hef ekki séð neina ástæðu til að breyta því. En þetta er eitt af þeim stóru verkefnum sem ég þarf að leggjast yfir.“ En gæti skipan nýs umhverfisráðherra úr röðum hörðustu andstæðinga Teigsskógarvegar breytt málinu, - að það verði kannski harðari andstaða frá Vinstri grænum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfisráðherra, var áður framkvæmdastjóri Landverndar.vísir/Ernir„Nei, það held ég ekki. Ég held að allir ráðherrar, alveg sama hvað þeir hafa unnið við áður, vinni vinnu sína af fagmennsku og fylgi því sem við erum að gera í ríkisstjórninni,“ svarar samgönguráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. 21. júní 2013 18:54
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15