„Oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í liðinni viku. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira