„Oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í liðinni viku. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Sjá meira