FBI með mál íslensks forstjóra á borði sínu eftir flugferð til LA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. janúar 2018 08:45 Þorvaldur var handtekinn við komuna til Los Angeles og er málið á borði alríkislögreglunnar. VÍSIR/STEINGRÍMUR „Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, sem var handtekinn af bandarískum lögregluyfirvöldum í Los Angeles í síðustu viku eftir að hafa sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í flugi Wow air frá Íslandi til Los Angeles. „Í fluginu missti ég tök á aðstæðum vegna ofdrykkju eftir tæp tvö ár án áfengis. Ég hef áður undirgengist áfengismeðferð og mun leita mér hjálpar vegna þessa atviks,“ segir Þorvaldur í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu. Þorvaldur er af sjónarvottum sagður hafa sýnt áhöfn vélarinnar mjög ógnandi hegðun en hann sat á fyrsta farrými og urðu farþegar í almennu rými vélarinnar, sem langflestir voru Bandaríkjamenn, varir við mikinn skarkala á fyrsta farrými og að sögn sjónarvotta gekk mikið á. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verk.Þorvaldur var yfirbugaður af tveimur karlkyns flugþjónum meðan vélin var enn á flugi en hann var svo handtekinn strax við lendingu í Los Angeles. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) fer með rannsókn málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu,“ segir Þorvaldur. „Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, vildi ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti en að staðfesta að alvarlegt atvik hefði komið upp í umræddu flugi. „Upp kom atvik á flugi WOW air til Los Angeles í síðustu viku þar sem farþegi um borð sýndi ofbeldisfulla hegðun og fór ekki að fyrirmælum áhafnar. Var í framhaldi tekið á því í samræmi við verkferla WOW air og öryggi farþega, áhafnar og loftfars var tryggt. Við lendingu í Los Angeles tóku bandarísk lögregluyfirvöld við farþeganum og rannsókn málsins,“ segir Svanhvít. Þorvaldur er eigandi ÞG Verks, sem er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins sem stendur meðal annars að framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið á undanförum tveimur áratugum, til dæmis sem aðalverktaki við fyrstu áfanga Hellisheiðarvirkjunar og stækkun Nesjavallavirkjunar. Meðal fyrri verkefna ÞG Verks er bygging höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur en Orkuveitan íhugar nú málsókn gegn verktakanum og öðrum sem komu að byggingu hússins sem er ónýtt vegna rakaskemmda.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira