Netflix gerir framhald af Bright Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 16:44 Will Smith og Joel Edgerton. Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira